Hoppa yfir valmynd

Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar Krossholt/langholt

Málsnúmer 1203094

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela í sér að bætt verði inn opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og gólfvöll. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




12. júlí 2012 – Bæjarráð

Lögð fram leiðrétt skipulagslýsing m.t.t til athugasemda Skipulagsstofnunar fyrir aðalskipulagsbreytingu Krossholt/Langholt. Bæjarráð samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




6. júlí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir leiðrétt skipulagslýsing m.t.t til athugasemda Skipulagsstofnunar fyrir aðalskipulagsbreytingu Krossholt/Langholt gerðar voru orðalagsbreytingar. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir lýsinguna til auglýsingar skv.30 gr. skipulagslaga nr123/2010 og hún send hluteigandi aðilum.




23. apríl 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni um breytingu á aðalskipulagi er varðar Langholt/Krossholt. Gerðar voru nokkrar orðalagsbreytingar við lýsinguna og hún leiðrétt. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.




18. febrúar 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Lögð fram að nýju aðalskipulagsbreyting Krossholt/Langholt á Barðaströnd. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. September 2012 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Krossholt/Langholt Barðaströnd. Skipulagsuppdrættir og greinargerð lágu frammi á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, Patreksfirði og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 21. Nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Ennfremur voru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. Janúar 2013. Með bréfi, dags. 8. janúar 2013, gerði Ólafur H. Magnússon, fyrirsvarsmaður jarðarinnar Kross í Vesturbyggð, athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Athugasemdir Ólafs eru í fimm töluliðum og er umsögn um athugasemdirnar merktar með sama hætti. Einnig lögð fram umsögn Björns Jóhannessonar hrl. f.h. Vesturbyggðar um athugsemdir Ólafs.

1. Athugasemdir um að óheimilt sé að breyta skipulagi svæðis þar sem framkvæmt hefur verið í ósamræmi við skipulag fyrr en hin ólöglega framkvæmd hefur verið fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt.

Í 55. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki kemur m.a. fram að ef byggingarframkvæmd brýtur í bága við skipulag þá geti byggingarfulltrúi krafist þess að mannvirkið verði fjarlægt, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. Sinni eigandi ekki þeirri kröfu er heimilt að vinna slík verk á hans kostnað. Samsvarandi ákvæði er einnig að finna í 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem fram kemur að sé framkvæmt í andstöðu við gildandi skipulag getur skipulagsfulltrúi krafist þess að hin ólöglega framkvæmd sé fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er um heimildarákvæði að ræða en ekki skylduákvæði eins og var í eldri skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

2.. Athugasemdir sem lúta að skilgreiningu svæðis með landbúnaðarsvæðis.

Tekið skal fram vegna þessarar athugasemdar að breyting var gerð á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 í október 2011, sbr. auglýsingu Skipulagsstofnar, dags. 21. október 2011. Í breytingunni fólst að iðnaðarsvæði I2 varð að athafnasvæði A1 og verslunar- og þjónustusvæði V9. Einnig var gerð leiðrétting á kafla 2.3.5 í greinargerð aðalskipulags vegna tveggja lóða sem voru á iðnaðarsvæðinu I2. Þær voru 1 ha og 2 ha en urðu 1000 m2 og 2000 m2 með breytingunni.

3. Skilyrði þess efnis að ekki verði notaður tilbúinn áburður til uppgræðslu á því svæði sem fyrirhugað er undir golfvöll.

Ljóst er að rækta þarf upp stóran hluta þess svæðis sem fyrirhugað er undir golfvöll. Landið liggur m.a. austan árinnar Móru og því þótti eðlilegt að gera áskilnað um það að ekki yrði notaður tilbúinn áburður til uppgræðslu, til að fyrirbyggja hættuna af því fyrir lífríki árinnar raskist með því að óæskileg efni berist í ánna. Ekki liggur fyrir hvort né að hve miklu leyti tilbúinn áburður hefur hingað til verið notaður á þessu svæði en rétt þykir að gæta fyllstu varúðar í þessum efnum. Í umsögn Fiskistofu um breytingu á aðalskipulaginu er lögð rík áhersla á það að tryggt verði að skolp eða yfirborðsmengun berist ekki inn á vatnsvæði Móru og Hagavaðals og að framkvæmdir á svæðinu ógni ekki lífi ferskvatnsfiska á svæðinu

4. Ósamræmi milli tillagna að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi varðandi fjölda frístundalóða.

Rétt er að ósamræmi er varðandi fjölda frístundalóða á svæðinu vestan Móru annars vegar í tillögu að breytingu á aðalskipulagi og hins vegar í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Tillögunni verður breytt.

5. Athugasemdir varðandi forsendur og markmið breytinga á aðalskipulagi.

Forsendur breytinga á aðalskipulaginu eru fyrst og fremst að skilgreina núverandi landnotkun á svæðinu og jafnframt að koma til móts við eftirspurn aðila á svæðinu sem vilja styrkja byggðina og þá þjónustu sem er fyrir á svæðinu og auka atvinnumöguleika á svæðinu.

Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. er lagt til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt
Að öðru leyti vísar nefndin til stuðnings umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. og gerir umsögn hans að sinni. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að ganga frá tillögunni til afgreiðslu skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




14. janúar 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tillagan þ.e uppdráttur með greinargerð dagsett 12.11 2012 var auglýst skv. 31. gr. laga nr.123/2010 með athugasemdafrest frá 21. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Unnin var skipulagslýsing vegna breytingarinnar og fékk hún meðferð skv. 30. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdir við tillöguna bárust frá Fiskistofu þar sem stofnunin áréttar að fjarlægð milli byggingum og fiskveiðiám skal vera a.m.k 100 metrar og að gætt sé að frárennslismálum. Athugasemd barst frá Ólafi H. Magnússyni. Skórægt ríkisins og umhverfisstofnun gerðu ekki athugasemdir. Íbúafundur var haldinn 12. september og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Tillögunni var breytt í samræmi við athugasemdir áður en hún var auglýst. Tillagan, athugasemdir og umsagnir voru tekin fyrir og rædd. Byggingarfulltrúa falið að taka saman minnispunkta í samræmi við umræður sem sköpuðust á fundinum. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.