Hoppa yfir valmynd

Fjarðarlax svæði fyrir fóðurstöð utan við Þúfneyri

Málsnúmer 1205070

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. október 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Fjarðarlax kt. 6411091770. Í erindinu óskar Fjarðarlax eftir lóð utan við Þúfneyri á Patreksfirði undir fóðurstöð. Erindinu fylgja afstöðumyndir og lýsing unnar af arkitektastofunni Gingi. Skipulags -og byggingarnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir deiliskipulagi af svæðinu.




2. október 2012 – Bæjarráð

Mættir til viðræðna við bæjarráð Jón Örn Pálsson, svæðisstjóri Fjarðalax ehf, Ingólfur Sigfússon, verkstjóri hjá Fjarðalax ehf og Ármann Halldórsson, byggingarfulltrúi um svæði fyrir fóðurstöð við Þúfneyri við Patreksfjörð.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til byggingarfulltrúa til aðal- og deiliskipulagsvinnu.




13. september 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Fjarðarlax ehf. Í erindinu óskar Fjarðalax eftir lóð undir fóðurstöð á Þúfneyri í Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af teiknistofunni Gingi. Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindið og bendir á að hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem taka mun á staðsetningu fóðurstöðva í Fossfirði og Patreksfirði. Málinu vísað til bæjarráðs.




29. maí 2012 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Fjarðalax þar sem óskað er eftir afstöðu Vesturbyggðar til þess að byggð verði fóðurstöð á Þúfneyri sem yrði allt að 3200 fm en ætlunin er að hefja eldi þar árið 2015. Bæjarráð fagnar framkvæmdum og uppbyggingu Fjarðalax á svæðinu og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi bæjarráðs með fulltrúum Fjarðalax um staðarval.