Hoppa yfir valmynd

Langahlíð, 18 20 og 22 á Bíldudal. Svar við fyrirspurn Vesturbyggðar

Málsnúmer 1206002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. júlí 2012 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 3. júlí sl. varðandi uppkaupahús við Lönguhlíð 18 á Bíldudal. Í bréfinu er staðfest að Ofanflóðasjóður mun taka þátt í kostnaði við flutningi hússins af núverandi lóð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa fasteignina Lönguhlíð 18 til sölu með þeirri kvöð að það verði flutt á nýja lóð innan Bíldudals.
Lagt fram svarbréf umhverfisráðuneytisins dags. 9. júlí sl. ásamt fylgisskjölum við erindi Vesturbyggðar frá 19. júní sl. varðandi nýtingu uppkaupahúsa við Langahlíð 20 og 22 á Bíldudal. Í svarbréfi ráðuneytisins er sveitarfélaginu heimilað að leigja út húsin við Lönguhliði 20 og 22 til sumardvalar með þinglýstum skilyrðum um að dvöl í þeim sé óheimil á tímabilinu 1. nóvember til 1. apríl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa fasteignirnar Lönguhlíð 20 og Lönguhlíð 22 til langtímaleigu með kvöðum um nýtingartíma og viðhald eignanna.




5. júní 2012 – Bæjarráð

Lagt frá svar frá Ofanflóðasjóði við fyrirspurn Vesturbyggðar um nýtingu á Lönguhlíð 18-22 á Bíldudal. Ofanflóðasjóður bendir á aukna hættu ofanflóða í kjölfar á byggingu varnargarðs á Bíldudal fyrir þessi hús. Ofanflóðanefnd er reiðubúin til að taka þátt í flutningi Lönguhlíðar 18  sem er timburhús á aðra lóð og þannig að um heilsársnýtingu verði að ræða á því húsi og húsin að Lönguhlíð 20-22 mætti nýta með ströngum skilyrðum. Varðandi nýtingu húsanna þá þarf samþykki ráðherra. Bæjarstjóra falið að óska eftir samþykki ráðherra fyrir nýtingu Lönguhlíðar 18-22 og kanna með lausar lóðir á Bíldudal áður en ákvörðun um flutning Lönguhlíðar 18 verður tekin.