Hoppa yfir valmynd

Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsv. Bíldudal.

Málsnúmer 1208019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal, Aðalstrætis 100 og nágrennis tekin fyrir. Haldin var kynning fyrir íbúa sl. föstudag þann 7. desember 2012, kl 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræða skapaðist á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Nefndin samþykkir að tillagan þ.e skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006.




7. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir drög að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar málinu frestað.




30. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Skipulagstillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsvæðis á Bíldudal tekin fyrir. Undirskriftalisti frá íbúum á Patreksfirði með athugasemdum barst vegna skipulagslýsingarinnar fyrir fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytingu. Efni athugsemdanna beinast að þeim hluta lýsingarinnar sem fjallar um urðunarsvæðið og eru mótmæli þess að endurvekja eigi upp gamla sorphauga og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Einnig er bent á stöðuleika urðunarstaðarins sé ábótavant. Skipulags -og byggingarnefnd fagnar þeim mikla áhuga sem beinist að málefninu og bendir á að með skipulagsaðgerðunum sé m.a verið að vinna bug á þeim vandamamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Hinsvegar eru athugasemdirnar efnislega þess eðlis að þær ættu að beinast að aðalskipulagsbreytingunni sjálfri og deiliskipulagi urðunarstaðarins sem henni fylgir. Athugsemdirnar verða hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnuna. Athugasemdirnar verða svo teknar til málsmeðferðar þegar fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar og nýtt deiliskipulag vegna urðunarstaðarins verður tekið fyrir. Skipulags -og byggingarnefnd ákveður að halda kynningarfund fyrir íbúa á svæðinu vegna aðalskipulagsbreytinga komandi föstudaginn 7. desember kl. 18:00. Byggingarfulltrúa falið að skipuleggja og auglýsa fundina.




14. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni vegna breytingu á aðalskipulagi er varðar Aðalstræti 100 og nágrenni, urðunarsvæði í Vatnseyrarhlíðum á Patreksfirði, Iðnarsvæði í Bíldudal, Laxeldi í sjó og breytta notkun í hlíðum ofan Bíldudals og Patreksfjarðar. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.




30. október 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni um breytingu á aðalskipulagi er varðar laxeldi, urðun á Patreksfirði, breytta landnotkun í fjallshlíðum ofan Patreksfjarðar og Bíldudals lögð fram til kynningar. Einnig verður fjallað um nánasta umhverfi Aðalstrætis 100 á Patreksfirði ásamt iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Gerðar voru orðalagsbreytingar. Málinu frestað.




15. apríl 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 10. desember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrennis. Skipulagstillögunni fylgdi umhverfisskýrsla. Tillagan var auglýst frá 1. janúar 2013 með athugasemdarfresti til 26. febrúar 2013. Umsagnir bárust frá Skógrækt ríkisins, Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Fiskistofu. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila. Við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Í bréfinu er því mótmælt að endurvekja eigi gamla sorphauga á svæðinu með tilheyrandi mengun og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Vitnað var í reglugerð um urðun úrgangs nr. 783/2003 og eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar frá 4.9.2012. Í bréfinu og eftirlitsskýrslunni eru þessi atriði reifuð og einnig bent á að stöðugleika urðunarstaðarins sé ábótavant. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim áhuga sem beinist að málefninu og bendir á að með breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið er m.a. verið að taka á þeim vandamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Nefndin bendir á að með skilgreiningu núverandi urðunarstaðar í efnislosunarsvæði er ekki verið að endurvekja fyrirkomulag sorpurðunar í Vatneyrarhlíðum, þegar almennt heimilissorp var urðað í hlíðinni, heldur er verið að tryggja að starfsleyfi svæðisins falli undir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. Fyrirkomulagi efnislosunar verði þannig háttað að stöðugleiki svæðisins verður bættur og að svæðinu verði lokað fyrir efnislosun að því loknu. Nánari skilyrði um fegrun svæðisins og lokun þess eru að finna í deiliskipulagstillögu af svæðinu sem var auglýst með aðalskipulagsbreytingunni. Nefndin áréttar að svæðinu verði lokað að loknum framkvæmdum og var sett inn ákvæði í aðalskipulagið um að efnislosunarsvæðið sé víkjandi.
Athugasemd barst frá eiganda sumarhús í Dufansdal vegna lýsingarinnar. Í athugsemdinni er lýst yfir áhyggjum vegna mögulegra mengunar frá fyrirhuguðu laxeldi í Dufansdal. Einnig er spurt um hvort breytingin hafi áhrif fyrri skipulagsáætlanir eða eignarhald sem tengjast sumarhúsabyggð í Dufansdal. Nefndin bendir á að Mengun s.s hávaði eða ljósmengun mun vera innan marka viðeigandi laga og mun ekki hafa teljandi áhrif á núverandi frístundabyggð. Nánari útfærslu á þessum atriðum verður að finna í deiliskipulagi fyrir svæðið og að breytingin hefur ekki áhrif á eignamyndun á svæðinu.
Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl. 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræður sköpuðust á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum meðal annars að skilgreina svæði fyrir efnislosun en ekki urðun í Vatneyrarhlíðum og nefnist þá skipulagsbreytingin breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenis. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara öllum þeim sem gerðu athugasemdir með bókun nefndarinnar og í takt við umræður á fundinum. Að öðru leyti samþykkir nefndin tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. laga nr.123/2010




18. mars 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Sveitastjórn samþykkti á fundi þann 10. desember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal og Aðalstrætis 100 og nágrenni. Skipulagstillögunni fylgdi umhverfisskýrsla.
Tillagan var auglýst frá 1. Janúar 2013 með athugasemdarfrest til 26. febrúar 2013. Umsagnir bárust frá Skórækt Ríkisins, fornleifavermd ríkisins, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Fiskistofu. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila. Við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Í bréfinu er því mótmælt að endurvekja eigi gamla sorphauga á svæðinu með tilheyrandi mengun og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Vitnað var í reglugerð um urðun úrgangs 783/2003 og eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar frá 4.9.2012. Í bréfinu og eftirlitsskýrslunni eru þessi atriði reifuð og einnig bent á að stöðugleika urðunarstaðarins sé ábótavant.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim áhuga sem beinast að málefninu og bendir á að með breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið er m.a. verið að taka á þeim vandamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Nefndin bendir á að með skilgreiningu núverandi urðunarstaðs er ekki verið að endurvekja fyrirkomulag sorpurðunar í Vatneyrahlíðum þegar almennt heimilissorp var urðað í hlíðinni, heldur er verið að tryggja framlengingu á starfsleyfi staðarins til urðunar á óvirkum úrgangi eins og honum er lýst í reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs sem er m.a steypa, flísar og keramik, jarðvegur, steinar, múrsteinar og úrgangur frá glertrefjaefnum.
Fyrirkomulagi urðunar verði þannig háttað að stöðugleki svæðisins verður bættur og að svæðinu verði lokað fyrir urðun að því loknu. Nánari skilyrði um fegrun svæðisins og lokun þess eru að finna í deiliskipulagstillögu af svæðinu sem var auglýst með aðalskipulagsbreytingunni.
Nefndin áréttar að svæðinu verði lokað að loknum framkvæmdum og var sett inn ákvæði í aðalskipulagið um að urðunarstaðurinn sé víkjandi. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræður sköpuðust á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara öllum þeim sem gerðu athugasemdir með bókun nefndarinnar og árétta að svæðinu verður lokað eftir að bætt hefur verið úr stöðugleika og gengið verði um svæðið þannig að það trufli íbúa í nágrenni sem minnst með því að vökva vegi á þurrkatímum og takmarka umferð um svæðið. Að öðru leyti samþykkir nefndin tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. laga nr.123/2010.