Hoppa yfir valmynd

Matís beiðni um afnot af landi við Þúfneyri

Málsnúmer 1208042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2012 – Bæjarráð

Lilja Magnúsdóttir frá Matís á sunnanverðum Vestfjörðum kom inn á fundinn og kynnti umsókn Matís um beiðni um afnot af landi austan við Þúfneyri fyrir aðstöðu rannsóknarkvía Matís. Bæjarráð samþykkir erindi Matís og felur bæjarstjóra að útfæra frekari staðsetningu innan Þúfneyri í samráði við Matís og byggingarfulltrúa.




13. september 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Í erindinu óskar Lilja Magnúsdóttir kt. 140860-3529 verkefnastjóri f.h Matís ohf. eftir afnotum á landi á Þúfneyri í Patreksfirði . Fyrirhugað er að reisa 9. Kvíar í sjó sem yrðu um 7 m í þvermál hver. Kvígunum er ætlað að fylgja aðstaða staðsett um 150m innan við Þúfneyri. Skipulags -og byggingarnefnd tekur vel í erindið en bendir á að hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem taka mun á staðsetningu fóðurstöðva í Fossfirði og Patreksfirði. Málinu vísað til bæjarráðs.




30. ágúst 2012 – Bæjarráð

Lögð fram beiðni frá Matís vegna afnots af landi innan Þúfneyri. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með Matís og bæjarráði.
Ákvörðun frestað.