Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp til síðari umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2013 ásamt 3ja ára áætlun 2014-2016. Lagður fram listi með breytingartillögum þannig að heildartekjur hækki um 1.211 þús.kr. og heildarútgjöld hækki um 1.989 þús.kr. eða 778 þús.kr. nettóhækkun útgjalda.
Ennfremur: ?Kannað verður með kosti þess að bæjarráð skipi stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf og taki breytingin gildi frá og með næsta aðalfundi Fasteigna Vesturbyggðar.?
Bæjarstjóri flutti yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri og forseti.
Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 43 millj.kr., fjármagnsliðir eru 85 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því neikvæð um 42 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 59 millj.kr. Fjárfestingar 20 millj.kr., afborganir langtímalána 87 millj.kr. og lántökur 77 millj.kr.
Fjárhagsáætlun 2013, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 3ja ára áætlun 2014-2016, útsvarsprósenta verði óbreytt frá fyrri umræðu eða 14,48%, álagningarstuðlar fasteignagjalda óbreytt frá fyrri umræðu og reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds og þjónustugjaldskrár samþykkt samhljóða.




4. desember 2012 – Bæjarráð

Samþykkt beiðni frá Björgunarbátasjóðnum vegna kaupum á tveimur flotgöllum, samtals: 170 þúsund kr.
Samþykkt beiðni frá Bíldudals grænum vegna hátíðar sumarið 2013: 250 þúsund kr.
Rætt um breytingar á samþykktum Fasteigna Vesturbyggðar.




21. nóvember 2012 – Bæjarstjórn

2013, 3ja ára áætlun 2014-2016, álagning skatta og þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2013 til ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri og forseti.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2013:
Útsvarshlutfall 14,48%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,525%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,350%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 15.800 kr. á tunnu
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 25.000 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 25.000 kr.
Lögbýli - sorpeyðingargjald 40.000 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 mánudaginn 3. desember nk. vegna umræðu í bæjarráði og fyrir kl. 12:00 föstudaginn 7. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2013 til seinni umræðu sem verður mánudaginn 10. desember nk.




16. nóvember 2012 – Bæjarráð

Rætt um fjárhagsáætlun 2013. Farið yfir viðbótartillögur og fjárhagsáætlanir einstaka deilda. Tillögur samþykktar með breytingum og vísað til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.




6. nóvember 2012 – Bæjarráð

Rætt um sérgreind rekstrarverkefni og álagningarstuðla fasteignagjalda vegna fjárhagsáætlunar 2013.
Ármann Halldórsson, byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að fyrri umræða í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun 2013 verði miðvikudaginn 21. nóvember nk.




29. október 2012 – Bæjarráð

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir fyrir fjárhagsáætlun 2013.

Unnið er að gerð frekari gagna sem verða afhent á fundinum




23. október 2012 – Bæjarráð

Rætt um drög að gjaldskrá sveitarfélagsins 2013 og forstöðumenn fóru yfir sérstök verkefni stofnanna sinna.




22. október 2012 – Bæjarráð

Rætt um fjárhagsáætlun 2013. Forstöðumenn fóru yfir viðbótartillögur fyrir fjárhagsáætlun 2013.




22. október 2012 – Hafnarstjórn

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir Hafnir Vesturbyggðar 2013. Samþykkt aukaverkefni og fjárhagsáætlun vísað til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.




9. október 2012 – Bæjarráð

Lagt fram vinnuskjal með beiðnum frá forstöðumönnum um viðbótarverkefni í rekstri og fjárfestingum á árinu 2013.
Bæjarráð óskar eftir fundum með forstöðumönnum 16., 22. og 23. október og stefnt skal að fundum með íbúum í viku 42. eða 43.




2. október 2012 – Bæjarráð

Skrifstofustjóri gerði grein fyrir stöðu vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar 2013.




30. ágúst 2012 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað um vinnu við fjárhagsáætlun 2013. Gert er ráð fyrir að fyrri umferð vegna umræðu um fjárhagsáætlun 2013 í bæjarstjórn verði 14. nóvember og seinni umræða 28. nóvember.