Hoppa yfir valmynd

Bókun vegna skattlagningar á hótel og gistiheimili

Málsnúmer 1208061

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. ágúst 2012 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir áhyggjum sínum af áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á gististöðum á ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Það er mat bæjarráðs að þessi hækkun ógni framtíðaruppbyggingu í atvinnugrein sem er skammt á veg komin á Vestfjörðum. Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að endurskoða framkomnar tillögur og gefa greininni heldur svigrúm til að vaxa og dafna til uppbyggingar í atvinnulífi á svæðinu.