Hoppa yfir valmynd

Umhverfisráðuneytið varðar urðun í Vatneyrarhlíðum

Málsnúmer 1209002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2012 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti þar sem ósk Vesturbyggðar um undanþágu frá starfsleyfi til eins árs fyrir til urðunarstaðinn í Vatneyrarhlíðum er hafnað þrátt fyrir að Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hafi ekki gert athugasemd við ósk Vesturbyggðar um undanþáguna. Vesturbyggð óskaði eftir undanþágu í maí sl frá starfsleyfi til eins árs meðan deiliskipulagsvinna og framhaldsvinna við starfsleyfið væri unnin þar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir deiliskipulagsvinnunn í fjárhagsáætlun 2012. Starfsleyfið rennur út í desember 2012 og hefur tæknideild Vesturbyggðar unnið í samráði við Umhverfisstofnun þau gögn sem fylgja eiga umsókn um starfsleyfið. Bæjarráð samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir urðunarsvæðið í Vatneyrarhlíðum.




13. september 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá umhverfisstofnun dagsett 27. ágúst 2012. Í erindinu vísar umhverfisstofnun í 5. gr. nr. 7/1998. Í Bréfinu kemur fram að vesturbyggð fá ekki undaþágu frá starfleyfi fyrir urðun í vatneyrarhlíðum á meðan unnið er að skipulagsmálum. Starfsleyfi Vesturbyggðar rennur út í desember 2012. Skipulags -og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að flýta skipulagsvinnu eins og kostur er.