Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 166

Málsnúmer 1209005F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. september 2012 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 15. töluliðum.
Til máls tók: Forseti.
1.tölul. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Krossholt/Langholt. Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela í sér að bætt verði inn opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og golfvelli.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.tölul. Deiliskipulag Krossholt/Langholt. Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Krossholt/Langholt, greinargerð dags. 1.6.2012 og uppdráttur dags. 6.9.2012. Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela m.a í sér að bætt verði inn skýrari skilmálum inn fyrir núverandi hús, opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og golfvelli. Einnig að landamerkjalínur verði lagaðar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.tölul. Deiliskipulag Patrekshöfn.
Bæjarstjórn vísar tillögunni til hafnarstjórnar til samþykktar.
5.tölul. Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Vesturbotni. Skipulagslýsing var auglýst 28. ágúst sl. og lýsingin send til eftirfarandi umsagnaraðila: Skipulagsstofnun, Veðurstofu, Vegagerð, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og Fornleifavernd ríkisins. Umsagnir hafa borist frá öllum aðilum nema Vegagerð. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 að undangengnum leiðréttingum umsagnaraðila.
Fundargerðin staðfest samhljóða.