Hoppa yfir valmynd

Undirskriftalisti frá íbúum Lönguhlíðar

Málsnúmer 1209049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. október 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá íbúum Lönguhlíðar á Bíldudal. Í erindinu óska íbúarnir eftir því að veghluti milli Lönguhlíðar 20 og 22 verði opnaður á ný. Götunni virðist hafa verið lokað í kjölfar framkvæmda við varnarmannvirki á svæðinu þrátt fyrir að vera inn á deiliskipulagi frá 2008 sem var m.a unnið vegna ofanflóðavarna. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir að veghlutinn verði opnaður að ný. Byggingarfulltrúa falið að setja sig í samband við Ofanflóðasjóð vegna lokafrágangs á veginum.




2. október 2012 – Bæjarráð

Lagður fram undirskriftarlisti 12 íbúa við Lönguhlíð, Bíldudal þar sem óskað er að brekkan á milli Lönguhlíðar 20 og 22 verði opnuð aftur fyrir umferð.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.