Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 169

Málsnúmer 1210015F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. nóvember 2012 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Til máls tóku: Forseti og GE.
3. tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 - laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum, þéttbýlis- og iðnaðarsvæði á Bíldudal.
Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 er varðar Aðalstræti 100 og nágrenni, urðunarsvæði í Vatnseyrarhlíðum á Patreksfirði, iðnaðarsvæði á Bíldudal, laxeldi í sjó og breytta landnotkun í hlíðum ofan Bíldudals og Patreksfjarðar ásamt fyrirliggjandi orðalagsbreytingum á lýsingunni sem lágu fyrir á fundinum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna með áorðnum orðalagsbreytingum og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
Fundargerðin staðfest samhljóða.