Hoppa yfir valmynd

Atvinnuráðuneytið byggðakvóti 2012-2013

Málsnúmer 1210071

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. nóvember 2012 – Bæjarráð

Lögð fram gögn um byggðakvóta 2012-2013 fyrir Vesturbyggð. Guðrún Eggertsdóttir og Ásthildur Sturludóttir lýstu sig vanhæfa til umræðu og ákvarðanatöku í málinu og viku af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir:
Vesturbyggð, Brjánslækur.
Ákvæði reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta Brjánslækjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist þannig: .. miðað við landaðan afla í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu....o.s.frv.
b) Ákvæði 1. málsl. 6. gr. breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins afla sem nemur ....o.s.frv.
Vesturbyggð, Bíldudalur.
Ákvæði reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta Bíldudals með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist þannig: ....á tímabilinu 1. september 2012 til 30. september 2012.




6. nóvember 2012 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 19. október 2012 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012-2013.
Umræður um málið.




29. október 2012 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar úthlutun atvinnuvegaráðuneytis á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012-2013.
Patreksfirði er úthlutað 164 þorskígildistonnum og Bíldudal 118 þorskígildistonnum. Ekki er úthlutaður byggðakvóti fyrir Brjánslæk.