Hoppa yfir valmynd

Athugasemd við vegna samþykktar um hundahald.

Málsnúmer 1210077

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. október 2012 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Þresti Reynissyni þar sem gerð er athugasemd við samþykkt um hundahald í Vesturbyggð.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að koma með útfærslu á reglugerðinni í ljósi athugasemda frá Þresti G. Reynissyni.




20. mars 2013 – Bæjarstjórn

Lögð fram breytingartillaga á ”Samþykkt um hundahald í Vesturbyggð“.
Til máls tóku: JPÁ, ÁS og forseti.
Bæjarstjórn leggur fram breytingartillögu við 2.gr. samþykktarinnar þannig að í stað orðanna ”...er heimilt að fengnu leyfi...“ komi ”...er bannað nema að fengnu leyfi...“.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ”Samþykkt um hundahald í Vesturbyggð“ með framlögðum breytingum.




14. febrúar 2013 – Bæjarstjórn

Lögð fram breytingartillaga á ”Samþykkt um hundahald í Vesturbyggð“.
Til máls tóku: Forseti, AJ, ÁSG og ÁS.
Bæjarstjórn vísar breytingartillögu um ”Samþykkt um hundahald í Vesturbyggð“ til bæjarráðs.




5. febrúar 2013 – Bæjarráð

Lögð fram Samþykkt um hundahald í Vesturbyggð með eftirfarandi breytingum á 12. gr.
"Óheimilt er að láta hunda vera lausa innan marka þéttbýlis og dreifbýlis, nema nytjahunda, þegar þeir eru að störfum eða á æfingu í gæslu eigenda eða umráðamanns. Lausaganga hunda er bönnuð í dreifbýli nema með leyfi landeigenda og skal hundurinn ávallt vera undir eftirliti ábyrgs aðila. Nytjahundar í verkefnum eða æfingum undir stjórn umráðamanns telst ekki laus. Hundaeiganda er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundinn."

Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.




28. janúar 2013 – Bæjarráð

Lið frestað til næsta fundar.




8. janúar 2013 – Bæjarráð

Lögð fram athugasemd Þrastar Guðbergs Reynissonar vegna samþykktar um hundahald.
Máli frestað til næsta fundar.