Hoppa yfir valmynd

Mótmæli vegna sameiningar prestakalla á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer 1211070

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. nóvember 2012 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar harmar niðurstöðu Kirkjuþings sem samþykkti að sameina prestaköll á sunnanverðum Vestfjörðum og leggja niður embætti sóknarprests í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli sem jafnframt þjónaði Barðaströnd. Í framhaldi eigi að auglýsa 50% starf prests í Patreksfjarðarprestakalli til viðbótar við núverandi embætti sóknarprests. Bæjarráð krefst þess að Biskupsstofa komi með 50% starf á móti því sem lagt er niður, til þess að starfið verði eftirsóknarverðara til umsóknar, þar sem ólíklegt er að aðili flytjist búferlum fyrir einungis hálft starf. Enn og aftur upplifa íbúar sunnanverðra Vestfjarða að opinber störf eru lögð niður með tilheyrandi neikvæðum áhrifum og byggðaröskun.