Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði

Málsnúmer 1211083

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tillaga að deiliskipulagi vegna Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði tekin fyrir. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða umsögn umsagnaraðila. Nefndin felur byggingarfulltrúa að leita umsagna hlutaðeigandi aðila




30. nóvember 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Deiliskipulagstillaga vegna Hlaðseyri og nágrenni tekin fyrir. Á uppdrætti koma fram byggingarskilmálar og fyrirhuguð lóðamörk við Hlaðseyri, Patreksfirði. Málinu frestað.




12. júlí 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga vegna Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Landhelgisgæslunni. Gerðar hafa verið breytinga á vegtengingu við Vestfjarðarveg mt.t. til athugasemda Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




30. júní 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð á Hlaðseyri í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags.26. júní 2014.
Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda þau til umsagnaraðila.