Hoppa yfir valmynd

Lausaganga búfjár

Málsnúmer 1211097

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. desember 2012 – Bæjarráð

Gunnar Bjarnason vék af fundinum undir þessum lið.
Lagt fram erindi frá Bjarna Hákonarsyni í Haga, Haraldi Bjarnasyni, Haga og Finnboga Kristjánssyni frá Breiðalæk. Ákvarðanatöku frestað. Bæjarstjóra falið að boða hlutaðeigandi á fund með bæjarráði og afla frekari gagna.




20. mars 2013 – Bæjarstjórn

Lögð fram breytingartillaga á Búfjársamþykkt í Vesturbyggð.
Til máls tóku: MÓH, GE, JPÁ og forseti.
Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn einu Búfjársamþykkt í Vesturbyggð með framlögðum breytingum.




14. febrúar 2013 – Bæjarstjórn

Lögð fram breytingartillaga á Búfjársamþykkt í Vesturbyggð.
Bæjarstjórn vísar breytingartillögu um Búfjársamþykkt í Vesturbyggð til seinni umræðu í bæjarstjórn.




28. janúar 2013 – Bæjarráð

Framhald umræðu frá bæjarráðsfundi nr. 665.
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir eftirfarandi breytingu á 5. grein búfjársamþykktar Vesturbyggðar:

"Lausaganga stórgripa er bönnuð sbr. reglugerð um girðingar nr. 748/2002 og reglugerð um vörslu búfjár nr. 59/2000. Öllum umráðamönnum stórgripa í sveitarfélaginu á lögbýlum og utan þeirra er skylt að hafa þá í vörslu innan gripaheldra girðinga. Þó skal veitt undanþága frá ákvæðinu þannig að lausaganga stórgripa er heimil frá 10. júní til 10. september ár hvert."




8. janúar 2013 – Bæjarráð

Bjarni, Finnbogi og Haraldur mæta á fundinn.

Bjarni Hákonarson, Haraldur Bjarnason og Finnbogi Kristjánsson komu inn á fundinn.
Rætt um búfjársamþykkt Vesturbyggðar.
Ákvörðun frestað til næsta fundar bæjarráðs.




13. október 2015 – Atvinnu og menningarráð

Lagt fram bréf dags. 15. september sl. frá Bændasamtökum Íslands með umsögn um samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð.
Atvinnu- og menningarráð felur skrifstofustjóra að senda samþykktina með áorðnum breytingum til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Víðir H. Guðbjartsson lét bóka að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.




26. ágúst 2015 – Bæjarstjórn

Lögð fram ”Samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð“.
Til máls tóku: ÁS, HS og forseti.
Bæjarstjórn samþykkir 6:1 ”Samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð“. ÁS lét bóka að hann hafi greitt atkvæði á móti.




7. júlí 2015 – Bæjarráð

Lögð fram "Samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð" til seinni umræðu.
Bæjarráð vísar samþykktinni til seinni umræðu í bæjarstjórn.




24. júní 2015 – Bæjarstjórn

Lögð fram búfjársamþykkt Vesturbyggðar.
Til máls tóku: Skrifstofustjóri, ÁS og ÁDF.
Bæjarstjórn vísar búfjársamþykkt Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.




26. maí 2015 – Atvinnu og menningarráð

Vísað er til 1. tölul. 3. fundar atvinnu- og menningarráðs frá 20. mars sl.
Lögð fram drög að breytingu á búfjársamþykkt Vesturbyggðar ásamt fylgiskjölum.
Atvinnu- og menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum og einn situr hjá Búfjársamþykkt Vesturbyggðar með framlögðum breytingum og vísar búfjársamþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.




20. mars 2015 – Atvinnu og menningarráð

Lögð fram drög að breytingu á búfjársamþykkt Vesturbyggðar ásamt fylgiskjölum, máli vísað til ráðsins á fundi 726. fundar bæjarráðs 2. mars sl.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.




2. mars 2015 – Bæjarráð

Lagt fram drög að breytingu á búfjársamþykkt Vesturbyggðar ásamt fylgiskjölum.
Bæjarráð vísar drögunum til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.