Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Fit á Barðarströnd.

Málsnúmer 1304036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tveimur sumarhúsum á Holtsfit á Barðaströnd með landnúmer 139797 á reitum merktum með númerum 1 og 2 á teikningu. tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá 8. maí 2013 til 25. Júní 2013. Athugasemd barst varðandi skilgreingu á landamörkum við Holt og óskað er eftir því að landarmerkin verði færð 33 m suður. Vísað verður í þinglýst gögn vegna landamerkja við Holt. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun. Gerðar voru þær breytingar á tillögunni m.t.t umsagnar Siglingastofnunar að gólfhæð var sett í 3,6 m. Forsendur sipulagsinns eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 en á bls 45 segir að á landbúnaðarsvæðum er heimilt að reisa allt að 3 frístundahús án þess að breyta þurfi aðalskipulagi og var því fallið frá gerð svokallaðar skipulagslýsingar fyrir deiliskipulagið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




15. apríl 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Gísla Gunnari Marteinssýni kt. 250764-3329. Í erindinu er óskað eftir deiliskipulagi fyrir tveimur sumarhúsum á Holtsfit á Barðaströnd með landnúmer 139797 á reitum merktum með númerum 1 og 2 á teikningu. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 108,8 m2 sumarhúsi á reit 1. Erindinu fylgja teikningar unnar af Guðmundi Hanssyni byggingartæknifræðingi kt. 151263-3646 og Svavari M. Sigurjónssyni byggingartæknifræðingi kt.180867-3419. Skipulags- og byggingarnefnd gerir efnislegar athugasemdir á skipulaginu og samþykkir það til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslagslaga nr. 123/2010 eftir breytingar sem ræddar voru á fundinum. Nefndin samþykkir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á reit nr. 1 með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar skv. 5.11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




21. maí 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fyrir Fit á Barðaströnd. Tillagan var auglýst frá 28.mars með athugasemdafrest til 12.maí. Engar athugasemdir bárust. Um var að ræða endurauglýsingu vegna formgalla á fyrri auglýsingu. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




17. mars 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekið aftur fyrir deiliskipulag Holtsfit á Barðaströnd, endurauglýsa þarf vegna formgalla á fyrri auglýsingu. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2013 að auglýsa tillöguna.

Tillagan samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa skv. 41.gr skipulagslaga nr.123/2010