Hoppa yfir valmynd

Bifreiðastæði við Aðalstræti 31-33-og 50

Málsnúmer 1305006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júní 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Önnu St. Einarsdóttir íbúa við Urðargötu á Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir því að bannað verði að leggja bifreiðum við Aðalstræti 31-33 og öðru megin við Aðalstræti 49-51 vegna öryggisástæðna. Einnig lýsir Anna áhyggjum af því að ekki hafi verið staðið við skilyrði leyfisveitinga vegna Ráðagerðis við Aðalstræti 31 og Stúkuhús við Aðalstræti 50 vegna bílastæðamála.
Skipulags -og byggingarnefnd bókaði eftirfarandi á fundi þann 19. apríl 2010 eftirfarandi:

Erindi frá eigendum Aðalstrætis 31, Lindu Björk Árnadóttur kt. 311070-5509 og Andrew Burgess, kt. 260977-2889, umsókn um breytta notkun hússins að Aðalstræti 31, á Patreksfirði, fnr. 212-3659, úr íbúðarhúsi í hótel. Húsið er í endurbygginu og er því ekki lokið og hafa athugasemdir verið gerðar við framkvæmdina. Hótelið mun verða fyrir 16 gesti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn, frágang og bílastæði. Breyta þarf aðaluppdrætti til samræmis við breytta notkun

Einnig bókaði nefndin á fundi sínum þann 10 febrúar 2012 eftirfarandi:

Erindi frá Stúkuhús hf. Í erindinu er óskað eftir breytingu á fyrra byggingarleyfi fyrir framkvæmdir að Aðalstræti 50 Patreksfirði. Breytingin felur í sér breytta notkun á húsnæðinu úr íbúðarhúsi í atvinnuhúsnæði. erindinu fylgja teikningar og umsókn. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að samningur um samnýtingu bílastæða liggi fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að athuga hvort skilyrðum ofangreindra leyfisveitinga hafi verið uppfyllt. Hafi það ekki verið gert skal byggingarfulltrúi krefjast úrbóta.
Einnig felur nefndin byggingarfulltrúa að kanna í samráði lögregluyfirvöld möguleika á því að stöðvun bifreiða verið bönnuð á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum.