Hoppa yfir valmynd

Umræða um reglur er varða fjallskil í Vesturbyggð og Tálknafirði

Málsnúmer 1308053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. ágúst 2013 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Eftirfarndi var samþykkt samhljóða í nefndinni.

1. Nefndarmenn eru sammála um að fjárlausir landeigendur muni ekki bera kostnað af smölun, hvorki með álagningu fjallskilagjalda eða með álagningu á landverð.

2. Nefndarmenn eru sammála um að fjáreigendur sjái um að smala þau svæði þar sem þeir eiga fjárvon í samstarfi hver við annan líkt og verið hefur.

3. Sveitarfélögin/fjallskilasjóður verða að sjá til þess að skilaréttir séu tiltækar (fastar eða færanlegar) ef ekki semst um afnot af réttum eða aðstöðu hjá landeigendumJafnframt þarf að leita leiða til að tryggja að óskilafé verði sótt og komið til síns heima sæki eigendur það ekki í rétt þar sem það smalast. Þeir sem ábyrgir eru fyrir smalamennsku á hverjum stað verða að láta eigendur eða fjallskilanefnd vita um aðkomufé svo hægt sé að sækja það í réttina sem allra fyrst.

4. Þau svæði þar sem enginn telur sig eiga fjárvon svo sem landið frá Sveinseyri í Tálknafirði út að Bakka sem og á fleiri svæðum, verði smöluð á ábyrgð fjallskilasjóðs. Kanna þarf leiðir til að kostnaður af þessum smalamennskum lendi á þeim sem eiga heimt fé en ekki á öllum fjáreigendum.