Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2014.

Málsnúmer 1308059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. desember 2013 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp til seinni umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2014 ásamt 4ja ára áætlun 2014-2017. Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildartekjur hækki um 8.240 þús.kr. og heildarútgjöld hækki um 9.035 þús.kr. eða 795 þús.kr. nettóhækkun útgjalda, yfirlitsblöð, listi sérgreindra rekstrar- og fjárfestingartillagna og gjaldskrár .
Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri, forseti, ÁS og GE.
Bæjarstjóri flutti yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu og að:
Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 74 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 74 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því jákvæð um 0,5 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 83 millj.kr. Fjárfestingar eru 70 millj.kr., afborganir langtímalána 130 millj.kr. og lántökur 98 millj.kr.

Fjárhagsáætlun 2014, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ja ára áætlun 2014-2017, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, og þjónustugjaldskrár með breytingum samþykkt samhljóða.




16. desember 2013 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur S-lista Samstöðu um breytingar að frumvarpi fjárhagsáætlunar 2014 við seinni umræðu.

Tillaga S-lista í 1.tölul.: "1. Lagt er til fækkun bæjarfulltrúa úr sjö í fimm. 2. Bæjarráð verði lagt niður og verkefni þess færist á fimm manna bæjarstjórn sem fundi tvisvar sinnum í mánuði."
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að fá álit lögmanna Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni.

Lögð fram svör við 2.tölul. varðandi launakostnað í Vinnuskóla: "Undir liðnum fundargerð bæjarráðs nr. 694 liður 3 í fjárhagsáætlun 2013, viðaukar. Að liðurinn viðbótarfjármagn í Vinnuskóla deild 06027 verði lækkaður sem nemur xx kr. og færist á Minjasafnið á Hnjóti deild 05032 og yy kr. færist undir ferðamál deild 13061 og þeir liður verði hækkaðir til samræmis." Lækkun launakostnaðar nemur 4,2 millj.kr.

3. tölul. varðandi kostnað vegna SEED hópa sumarið 2013:"Tekið verði saman kostnaður við Seeds hópa í Vesturbyggð sumarið 2013" Kostnaður nemur 1,6 millj.kr.

Bæjarráð vísar tillögunni í 1 tölul. til seinni umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri og frístundafulltrúi kom inná fundinn til að ræða tillögu um tímabundna ráðningu verkefnastjóra í átaksverkefni um íþrótta- og æskulýðsmál í sveitarfélaginu í samvinnu við Táknafjarðarhrepp.
Bæjarráð felur frístundafulltrúa og bæjarstjóra að útfæra verkefnið með fyrirvara um samþykkt bæjarstjórnar í fjárhagsáætlun 2014.




5. desember 2013 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit breytinga ásamt fylgiskjölum á frumvarpi að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2014.
Bæjarráð vísar tillögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn.




19. nóvember 2013 – Bæjarráð

Lögð fram fjárhagsáætlun 2014.
Rætt sérstaklega um Minjasafnið á Hnjóti. Bæjarstjóri útvegar fyrir næsta fund samanburðartölur fyrir samsvarandi söfn og samanburðartölur fyrir reksturinn sl 3 ár.
Bæjarráð leggur til breytingar til eflingar tónlistarnáms, m.a. með auknu samstarfi leik-, grunn-og tónlistarskóla og breytingum á gjaldskrá til lækkunar. Söngkennsla og tónsköpun tekin inn í grunnskólanám, m.a. að boðið upp á blokkflautunám fyrir nemendur 1. bekkjar endurgjaldslaust.

Frumvarpi vísað til bæjarstjórnar til fyrstu umræðu.




13. nóvember 2013 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2014, 3ja ára áætlun 2015-2017, álagning skatta og þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2014 til ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri, forseti, AJ, GE, JÁ og ÁS.
Bæjarstjórn leggur til eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2014:
Útsvarshlutfall 14,48%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,525%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,350%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 15.800 kr. á tunnu
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 25.000 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 25.000 kr.
Lögbýli - sorpeyðingargjald 40.000 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 föstudaginn 6. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2014 og 3ja ára áætlun 2015-2017 til seinni umræðu.




11. nóvember 2013 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2014 fyrir bæjarsjóð ásamt 3ja ára áætlun 2015-2017.
Samþykktar breytingar á nokkrum sérgreindum verkefnum.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.




1. nóvember 2013 – Bæjarráð

Rætt um fjárhagsáætlun 2014, gjaldskrár og viðbótarverkefni.




29. október 2013 – Bæjarráð

Umræður um tillögur að sérgreindum verkefnum á fjárhagsáætlun 2014. Bæjarráð sat fjarfund í fundarsal SKOR með fjárlaganefnd Alþingis milli kl. 09:30 til 09:55 um málefni sveitarfélagsins.




23. október 2013 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum verkefnum á fjárhagsáætlun 2014. Aukið bæjarráð fór yfir tillögurnar.




18. október 2013 – Bæjarráð

Mætt til viðtals við bæjarráð leikskólastjóri, forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar á Bíldudal, starfsmaður tæknideildar, hafnarstjóri og framkvæmdastjóri Fasteigna Vesturbyggðar ehf vegna tillagna að gerð fjárhagsáætlunar 2014.




15. október 2013 – Bæjarráð

Mættir til viðtals við bæjarráð skólastjóri Tónlistarskóla, forstöðumaður félagsheimilisins á Patreksfirði, forstöðumaður, íþróttamiðstöðvarinnar á Patreksfirði, forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði og starfsmaður tæknideildar, slökkviliðsstjóri og forstöðumaður bókasafna vegna tillagna að gerð fjárhagsáætlunar 2014.




14. október 2013 – Bæjarráð

Mættir til viðtals við bæjarráð skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar, félagsmálastjóri og félagsmálafulltrúi vegna tillagna að gerð fjárhagsáætlunar 2014.




9. október 2013 – Bæjarráð

Lögð fram drög að gjaldskrám vegna fjárhagsáætlunar 2014.
Lögð fram drög sérgreindum verkefnum deilda vegna fjárhagsáætlunar 2014.

Samþykkt að útsvar verði óbreytt eða 14,48%.




26. ágúst 2013 – Bæjarráð

Lögð fram áætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt með nokkrum athugasemdum.