Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 692

Málsnúmer 1311011F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. nóvember 2013 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 18. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, AJ, bæjarstjóri, GE og ÁS.
3.tölul.: Bæjarstjórn tekur undir og ítrekar bókun bæjarráðs:
”Fulltrúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps áttu fund með heilbrigðisráðherra, föstudaginn 15. nóvember sl. þar sem fram kom að engin stefnubreyting hefur orðið hjá ráðherra varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana og að enginn áhugi er hjá ráðherra að gera samning við sveitarfélagið um yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar óttast að með sameiningunni muni þjónusta skerðast og öryggi íbúa ógnað. Allar sveitarstjórnir á Vestfjörðum hafa mótmælt fyrirhugaðri sameiningu, það eitt ætti að segja margt. Bæjarstjórn Vesturbyggðar harmar skilningsleysi ráðherra á landfræðilegri sérstöðu byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum og erfiðum samgöngum innan Vestfjarða og hvetur heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða þær tillögur sem settar hafa verið fram um sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Það er ömurlegt að ekkert sé hlustað á rök heimamanna og forsvarsmanna HSP gegn sameiningu.“
Bókunin staðfest samhljóða.
4.tölul.: Bæjarstjóra og forstöðumanni MEÓ falið að undirbúa frekari stefnumótun fyrir minjasafnið vegna fjárhagsáætlunar 2014 og leggja fyrir bæjarráð.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.