Hoppa yfir valmynd

Sameiginleg framtíðarsýn og stefnumótun í æskulýðs-og íþróttamálum?

Málsnúmer 1311055

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. nóvember 2013 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með að Tálknafjarðarhreppur hafi samþykkt að taka þátt í sameiginlegri stefnumótun varðandi æskulýðs og íþróttamál á sunnanverðum Vestfjörðum eins og bæjarfulltrúar Vesturbyggðar lögðu til á samráðsnefndarfundi sveitarfélaganna sem haldinn var 12. Nóvember sl. Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir verkefnisstjóra í tímabundið starf til þess að útfæra þessar hugmyndir frekar í samráði við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2014.




12. nóvember 2013 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Rætt um sameiginlega framtíðarsýn og stefnumótun í æskulýðs og íþróttamálum á sunnanverðum Vestfjörðum.
Vísað til sveitarstjórna til umræðu og ákvarðanatöku.




12. janúar 2014 – Bæjarráð

Rætt um sameiginlega framtíðarsýn og stefnumótun í æskulýðs-og íþróttamálum.
Bæjarstjóra falið að boða fulltrúa Tálknafjarðarhrepps og HHF og aðildarfélög þess til fundar með bæjarráði Vesturbyggðar.
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að fá Valdimar Gunnarsson sem ráðgjafa að verkefninu.