Hoppa yfir valmynd

Önnur mál

Málsnúmer 1402059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. maí 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tæknideild kynnir áform um eitrun fyrir túnfíflum í þéttbýli í Vesturbyggð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarfélagið útvegi þeim íbúum sem þess óska, efni til eyðingar á túnfífli í þéttbýli.




16. apríl 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Forstöðumaður Tæknideildar kynnti drög að áætlun um átak vegna gáma og annarra lausamuna í sveitarfélaginu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lokið verði frágangi á gámasvæði sveitarfélagsins á Patreksfirði svo hægt sé að vísa eigendum gáma á svæðið.
Jafnframt leggur nefndin til að auglýst verði eftir eigendum lausafjármuna í geymslugirðingu sveitarfélagsins á Patreksfirði.




17. mars 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Skipulags- og byggingarnefnd felur Tæknideild Vesturbyggðar að koma með tillögu um framtíðarstefnu vegna gáma og annarra lausamuna í sveitarfélaginu.




17. febrúar 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að farið verði í átak til eyðingar túnfífli og fíflalús. Borið hefur mjög þessu s.l. tvö sumur á Patreksfirði og virðist vera orðið alvarlegt vandamál.

Skipulags- og byggingarnefnd felur tæknideild að undurbúa áætlun um eyðingu fífla og fíflalúsar og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi nefndarinnar.