Hoppa yfir valmynd

Skólastefna

Málsnúmer 1403060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. nóvember 2014 – Fræðslu og æskulýðsráð

Rætt um skólastefnu Vesturbyggðar. Haldinn verður opinn kynningarfundur þann 22. nóvember um skólastefnuna með Ingvari Sigurgeirssyni og Guðjóni Ólafssyni frv. fræðslustjóra Húnaþings vestra.




24. september 2014 – Fræðslu og æskulýðsráð

Lagt fram minnisblað Ingvars Sigurgeirssonar dags. 29. ágúst 2014 um ráðgjöf um innleiðingu skólastefnu Vesturbyggðar.
Fyrirhugað er að halda kynningarfund fyrir almenning í nóvember nk.
Helga Bjarnadóttir, leikskólastjóri og Guðrún Helgadóttir sátu fundinn undir þessum lið dagskrár. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri og Signý Sverrisdóttur sátu fundinn undir dagskrárliðum 1.-5.




28. ágúst 2014 – Fræðslu og æskulýðsráð

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við HÍ kom inn á fundinn. Rætt um innleiðingu á Skólastefnu Vesturbyggðar framhald vinnunnar í Vesturbyggð. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með stöðu á innleiðingu nýrrar skólastefnu í Leikskólum Vesturbyggðar. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með íþróttastarf í sveitarfélaginu í sumar.




28. ágúst 2014 – Fræðslu og æskulýðsráð

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við HÍ mætti á fundinn. Rætt um skólastefnu Vesturbyggðar og áframhaldandi vinnu við hana. Fræðslunefnd fagnar stöðu innleiðingar Skólastefnu Vesturbyggðar í Leikskólum Vesturbyggðar.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með gott íþróttastarf í sveitarfélaginu í sumar.




20. ágúst 2014 – Fræðslu og æskulýðsráð

Ingvar Sigurgeirsson hefur verið fenginn til að aðstoða við innleiðingu skólastefnunnar og mun hann vera Vesturbyggð til stuðnings við það.




3. júlí 2014 – Fræðslu og æskulýðsráð

Rætt um skólastefnu Vesturbyggðar.
Samþykkt að óska eftir því að Ingvar Sigurgeirsson prófessor HÍ verði fenginn í áframhaldandi vinnu við eftirfylgni skólastefnunnar.
Vísað til bæjarráðs. Bæjarstjóra falið að óska eftir kostnaðaráætlun frá Ingvari.




12. júní 2014 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að Skólastefnu Vesturbyggðar.
Til máls tóku: Forseti, ÁSG, AJ og ÁS.
Skólastefna Vesturbyggðar samþykkt samhljóða.




2. júní 2014 – Fræðslunefnd

Drög að Skólastefnu fyrir Vesturbyggð lögð fram til samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir drögin og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.
Fræðslunefnd beinir því til bæjarstjórnar að unnin verði umbótaáætlun með skólastefnunni sem taki mið af athugasemdum í greinargerð Ingvars Sigurgeirssonar sem er meðfylgjandi skólastefnunni.




6. maí 2014 – Fræðslunefnd

Farið var yfir stöðu við vinnu á skólastefnu Vesturbyggðar. Skólastefnan er í umsagnarferli um þessar mundir. Stefnt er að því að leggja stefnuna fram til samþykktar fyrir lok maí, 2014.




10. apríl 2014 – Fræðslunefnd

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við HÍ og ritstjóri skólastefnunnar, sat fundinn og kynnti drög að skólastefnu Vesturbyggðar.




10. apríl 2014 – Bæjarráð

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands kom inn á fundinn og kynnti stöðuna á vinnu við skólastefnu Vesturbyggðar.




14. janúar 2015 – Fræðslu og æskulýðsráð

Rætt um skólastefnuna og farið yfir innleiðingu hennar.




26. apríl 2016 – Fræðslu og æskulýðsráð

Rætt um Skólastefnu Vesturbyggðar. Lögð fram álitsgerð frá Ingvari Sigurgeirssyni varðandi framgang skólastefnunnar.

Fræðslu-og æskulýðsráð Vesturbyggðar samþykkir að Grunnskóli Vesturbyggðar í þeirri mynd sem hann er verði lagður niður og stofnaðir verði tveir sjálfstæðir skólar, Patreksskóli og Bíldudalsskóli sem taka til starfa frá og með næsta skólaári. Birkimelsskóli mun heyra undir Patreksskóla. Eftir sem áður verður mikið samstarf og samvinna milli skólanna. Er þetta gert í samræmi við tillögur í greinargerð með Skólastefnu Vesturbyggðar. Bæjarstjóra er falið að ganga frá stofnun skólanna, sjá um skráningu þeirra hjá þar til bærum aðilum og auglýsa eftir skólastjórum fyrir skólana tvo.




17. mars 2016 – Fræðslu og æskulýðsráð

Rætt um skólastefnu Vesturbyggðar og stöðu innleiðingar á henni. Ingvar Sigurgeirsson, skólaráðgjafi mun skilar minnisblaði um stöðuna.




7. febrúar 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Rætt um skólastefnu Vesturbyggðar og stöðu innleiðingar á henni.
Ræddar voru hugmyndir um hugsanlega þróun í leikskólamálum í sveitarfélaginu í ljósi þess að leikskólastjóri er að hætta vegna aldurs. Meðal annars var rædd um hvort reka ætti skólana í óbreyttri mynd, hvort stjórnendur ættu að vera staðsettir á sitthvorum staðnum eða mögulega sameiningu Tjarnarbrekku við Bíldudalsskóla.
Ingvar Sigurgeirsson, skólaráðgjafi fór yfir málið með ráðinu.