Hoppa yfir valmynd

Brattahlíð - viðgerðir íþróttahúsnæðis

Málsnúmer 1405045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. nóvember 2014 – Bæjarráð

Lagt fram tilboð frá BS Gunnarssyni og Lektu ehf. í viðgerðir á Bröttuhlíð að upphæð kr. 50.932.755,- m/vsk . Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 35.577.120,- m/vsk.
Samþykkt að hafna framkomnu tilboði.
Elfari Steini Karlssyni forstöðumanni tæknideildar, Ara Guðmundssyni hjá Verkís ásamt bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.




14. október 2014 – Bæjarráð

Lögð fram gögn vegna útboðs vegna viðgerða á íþróttamiðstöðinni Brattahlíð, Patreksfirði.
Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Niðurstaða útboðs lagt fram til kynningar.




27. júní 2014 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað, verkáætlun og hönnunargögn vegna viðgerða á íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð. Áætlaður heildarkostnaður vegna allra aðgerða; lagfæringu burðarvirkja, starfsmannarýma, endurbóta innanhúss og utanhúss er kr. 51,8 milljónir.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að málinu með áfangaskiptingu. Bæjarstjóra falið að kanna með fjármögnun og áhrifum framkvæmdanna á rekstur sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir bætta aðstöðu fyrir tækjasal og tjaldsvæði á Bíldudal.




21. maí 2014 – Bæjarstjórn

Mættir til viðræðna við bæjarstjórn Árni Traustason (ÁT) og Ari Guðmundsson (AG), Verkís, Gunnlaugur B. Jónsson (GBJ), arkitekt, Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir (EGG), arkitekt og Elfar Steinn Karlsson (ESK), forstm. tæknideildar um endurbætur á íþróttamiðstöðinni Brattahlíð, Patreksfirði.
Til máls tóku: AG og GBJ. Almennar umræður úr sætum milli bæjarfulltrúa og gesta.