Hoppa yfir valmynd

Ósk um vistgötu Sigtún (botlangi)

Málsnúmer 1405047

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. júní 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að útfærslu á breytingu á Sigtúni í vistgötu skv. tillögu Landmótunar dags. 25. júní 2014. Um er að ræða þrengingar á nokkrum stöðum frá Hjöllum að enda Sigtúns. Tillagan kynnt.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir tillögu af færanlegum hraðahindrunum og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.




21. maí 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá íbúum Sigtúns 1, 4 og 13. Óskað er leyfis til að setja upp körfuboltaspjald í botnlanga götunnar. Einnig óska íbúar þess að þess hluti götunnar verði gerður að vistgötu.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir uppsetningu körfuboltaspjalds, að höfðu samráði við tæknideild Vesturbyggðar. Einnig leggur nefndin til að skipulagsfulltrúi vinni áfram varðandi útfærslu götunnar sem vistgötu og skoði umferðaröryggisþátt niður fyrir Brunna.