Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn vegna sjálfsafgreiðslustöðvar.

Málsnúmer 1406090

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. júní 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá Olíuverzlun Íslands hf. Spurt er um afstöðu skipulags- og umhverfisráðs til fyrirhugaðra framkvæmda við sjálfsafgreiðslustöð við Aðalstræti m.t.t. skipulags o.fl. Erindinu fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnin af ASK Arkitektum dags. 07.10.2013.

Skipulags og umhverfisráð bendir á að fyrirhuguð stöð stendur á svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Ráðið fagnar áhuga Olíuverzlunar Íslands hf. á að koma upp sjálfsafgreiðslustöð á svæðinu, en óskar eftir eftir frekari rökstuðningi fyrir þessu staðarvali.