Hoppa yfir valmynd

Umsókn - framkvl. fyrir vélageymslu Ásgarði

Málsnúmer 1407010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. september 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. Kristins Guðmundssonar, Ásgarði Hvallátrum. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 121,5 m2 vélageymslu að Ásgarði, Hvallátrum. Vélageymslan yrði byggð utan um stálgáma sem komið hefur verið vestan við bæjarhól Ásgarðs. Byggingin yrði timburhús klætt með bárustáli skv. umsókn. Erindinu fylgir skráningartafla, útlits- og grunnmynd ásamt teikningu af þakvirki.

Skipulags- og umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til málsins m.v. framkomin gögn. Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og kallar eftir frekari gögnum og bendir jafnframt á að í gangi er vinna við deiliskipulag fyrir svæðið.




20. apríl 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. Kristins Guðmundssonar, Ásgarði Hvallátrum tekið fyrir öðru sinni. Í fyrri afgreiðslu nefndarinnar (22.09.2014) gat nefndin ekki tekið afstöðu til málsins m.v. framkomin gögn. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 121,5 m2 vélageymslu að Ásgarði, Hvallátrum. Vélageymslan yrði byggð utan um stálgáma sem komið hefur verið vestan við bæjarhól Ásgarðs. Byggingin yrði timburhús klætt með bárustáli skv. umsókn. Erindinu fylgir skráningartafla, útlits- og grunnmynd ásamt teikningu af þakvirki. Einnig hefur borist afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.

Þar sem deiliskipulag svæðisins hefur ekki öðlast gildi þarf samþykki aðliggjandi lóðareigenda að liggja fyrir. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fyrrgreint samþykki.