Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 1408037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. nóvember 2014 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp til seinni umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2015 ásamt 4ra ára áætlun 2015-2018. Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildartekjur hækki um 2.995 þús.kr. og heildarútgjöld hækki um 1.250 þús.kr. eða 1.745 þús.kr. nettóhækkun framlags úr rekstri, yfirlitsblöð, listi sérgreindra rekstrar- og fjárfestingartillagna og gjaldskrár.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, skrifstofustjóri, ÁS, NÁJ, MJ, ÁDF, GÆÁ og HT.
Bæjarstjóri flutti stefnuræðu bæjarstjórnar og yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu og að:
Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 69 millj.kr., fjármagnsliðir eru 65 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því jákvæð um 4,0 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 90 millj.kr. Fjárfestingar nettó eru 195 millj.kr., afborganir langtímalána 120 millj.kr. og lántökur 241 millj.kr.

Fjárhagsáætlun 2015, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2015-2018, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, og þjónustugjaldskrár með breytingum samþykkt samhljóða.




24. nóvember 2014 – Hafnarstjórn

Hafnarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun 2015.




20. nóvember 2014 – Bæjarráð

Rætt um frumvarp að fjárhagsáætlun 2015.
Bæjarráð vísar breytingum sem gerðar voru á fundinum á frumvarpinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.




12. nóvember 2014 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2015, 4ra ára áætlun 2015-2018, álagning skatta og þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2015 til ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds.
Lagt fram drög að ”Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Vesturbyggðar.“
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, skrifstofustjóri, ÁDF, ÁS, GÆÁ, GH og MJ.
Bæjarstjórn leggur til eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2015:
Útsvarshlutfall 14,52%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,525%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,350%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 17.400 kr. á grátunnu
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 6.400 kr. á blátunnu
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 27.500 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 27.500 kr.
Lögbýli - sorpeyðingargjald 44.000 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 föstudaginn 21. nóvember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2015 og 4ra ára áætlun 2015-2018 og drögum að ”Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Vesturbyggðar“ til seinni umræðu.




10. nóvember 2014 – Bæjarráð

Lögð fram vinnuskjöl vegna frumvarps að fjárhagsáætlun 2015; rekstrarreikningur, efnahagur og sjóðstreymi, sérgreind verkefni og gjaldskrár.
Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Bæjarráð vísar vinnuskjölunum sem frumvarpi að fjárhagsáætlun 2015 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.




6. nóvember 2014 – Bæjarráð

Lögð fram vinnuskjöl vegna fjárhagsáætlunar 2015; gjaldskrár, yfirlit um styrkbeiðnir, sérgreind verkefni, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og rekstraryfirlit málaflokka.
Lagt fram til kynningar.




22. október 2014 – Bæjarráð

Lögð fram vinnuskjöl um sérgreind verkefni/beiðnir forstöðumanna/deildarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2015 ásamt stöðuyfirliti frumvarps, þ.e. rekstrarreikningi, rekstraryfirliti og efnahag. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.




16. október 2014 – Bæjarráð

Rætt um fjárhagsáætlun 2015, forsendur áætlunarinnar, sérgreindar tillögur forstöðumanna og deildarstjóra og framkvæmdir.
Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar sat fundinn.




14. október 2014 – Bæjarráð

Mætt til fundar við bæjarráð forstöðumenn/deildarstjóra til að ræða sérgreindar tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2015:
Elfar St. Karlsson, forstm.tæknideildar
Michael Wulfken, forstm. þjónustumiðstöðvarinnar Patreksfirði
Hlynur Aðalsteinsson, forstm. þjónustumiðstöðvarinnar Bíldudal
Geir Geirsson, formst. íþróttamiðstöðvarinnar Brattahlíðar Patreksfirði
Sigurlaug Jóna Guðmundsdóttir, umsjónarmaður félagsheimilisins á Patreksfirði
Erlingur Óskarsson, forstm. Héraðsbókasafns Vestur-Barðastrandarsýslu
Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri.




2. október 2014 – Bæjarráð

Mætt til fundar við bæjarráð forstöðumenn/deildarstjóra til að ræða sérgreindar tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2015:
Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri
Davíð R Gunnarsson, slökkviliðsstjóri
Helga Bjarnadóttir, leikstjórastjóri og Halla Ingimarsdóttir, aðstoðarleikstjóri
Nanna Sjöfn Pértursdóttir, skólastjóri.
.




23. september 2014 – Hafnarstjórn

Rætt um verkefni fjárhagsáætlunar 2015. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.




20. ágúst 2014 – Bæjarráð

Lögð fram vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2015.