Hoppa yfir valmynd

Breyting á deiliskipulagi - Snjóflóðavarnir við Búðagil

Málsnúmer 1409057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. september 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi vegna snjóflóðavarna við Búðargil, dagsett 17. september 2014.
Vegna deiliskipulags um íbúabyggð í Lönguhlíð hliðrast skipulagsmörk til og svæðið minnkar um 2000 m². Mörkin færast meðfram veginum, ofan við Lönguhlíð 7 - 12. Bílastæði og dvalarsvæði falla niður. Stærð svæðis eftir breytingu er 7,8 ha.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um tillöguna og auglýsa skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.