Hoppa yfir valmynd

Strandsiglingar skv. meðfylgjandi minnisblaði.

Málsnúmer 1410014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. október 2014 – Atvinnu og menningarráð

Lagt fram minnisblað dags. 22. maí 2014 frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða varðandi hugsanlegar strandsiglingar millilandaskipa til sunnanverða Vestfjarða.
Atvinnu- og menningarráð beinir því til bæjarstjórnar að hafnar verði athuganir í samráði við Vegagerðina um hvaða aðgerðir þarf að ráðast í svo að strandsiglingar geti hafist sem fyrst. Krafa um strandsiglingar hefur verið sett fram af útflutningsaðilum til að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja í Vesturbyggð.




10. febrúar 2015 – Hafnarstjórn

Lagt fram minnisblað frá ATVEST vegna strandsiglinga sem þegar hefur verið rætt í bæjarstjórn og atvinnuvegaráði.
Hafnarstjóri hafði samband við skipafélögin Eimskip og Samskip í lok maí vegna strandsiglinga og ítrekaði þá beiðni á haustdögum varðandi hvort raunhæfur áhugi sér fyrir hendi. Bæði hefur verið fundað með Samskipum og Eimskipum vegna þessa máls.

Hafnarstjórn hefur nú þegar óskað eftir nánari greiningu á magni frá ATVEST vegna flutninga til og frá svæðinu þannig að hægt sé að taka ákvörðun um frekari aðgerðir. Eins hefur verið óskað eftir því frá Vegagerðinni að skoða ýtarlega hvaða framkvæmdir þarf að fara í til þess að hægt sé að taka á móti flutningaskipum í Vesturbyggð.




28. mars 2017 – Atvinnu og menningarráð

Farið var yfir minnisblað sem unnið var af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða árið 2014 að beiðni Eimskipafelagsins og fyrirtækja á svæðinu. Atvinnu- og menningarráð óskar eftir því að bæjarstjórn kanni hvort ekki séu forsendur til þess að hefja strandsiglingar til svæðisins.