Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 5

Málsnúmer 1412003F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. janúar 2015 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, MJ og bæjarstjóri.
1.tölul. Ísafjarðarbær aðalskipulag 2008-2020, breyting.
Tekið fyrir aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Í kafla 4 í aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020 um tengsl við aðrar áætlanir vantar að tilgreina aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018.

Bæjarstjórn áréttar að framkvæmdir við aðrennslissvæði Dynjandisfoss séu tilkynningaskyldar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum og háð leyfi Umhverfisstofnunar þar sem um friðlýst svæði er að ræða. Bæjarstjórn bendir ennfremur á mikilvægi þess að tryggt verði nægt vatnsrennsli í fossinn.

Bæjarstjórn gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

2.tölul. Deiliskipulag á Látrabjargi.
Fjallað var um athugasemdir þær sem bárust við tillögu að deiliskipulagi Látrabjargs sem auglýst var með athugasemdafresti til 26. maí 2014. Um er að ræða aðra umræðu um athugasemdirnar.
Breytingar sem gerðar hafa verið til að koma til móts við athugasemdir eru ekki þess eðlis að þörf reynist að endurauglýsa deiliskipulagið skv. 4. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagstillöguna sbr. 41. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að senda hans til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 42. gr laganna. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar. Jafnframt verði þeim sem athugasemdir gerðu send umsögn og afgreiðsla þeirra. Svörin má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar: www.vesturbyggd.is undir Stjórnsýsla > Skipulagsmál > Svör við athugasemdum og ábendingum - deiliskipulag Látrabjarg. http://www.vesturbyggd.is/stjornsysla/skipulog/skra/1371.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.