Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 721

Málsnúmer 1412005F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2014 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 24. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri,
3.tölul. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Vesturbyggðar.
4.tölul. Forseti vísar liðnum til 6. liðar dagskrár.
6.tölul. Forseti vísar liðnum til 7. liðar dagskrár.
9.tölul. Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs: ”Í ljósi langvarandi og alvarlegs rafmagnsleysis í dreifbýli Vesturbyggðar undanfarna daga og vikur óskar bæjarstjórn Vesturbyggðar eftir upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða um ástæður seinagangs á viðgerðum á viðkomandi stöðum. Ljóst er að fjölmörg fyrirtæki og bú hafa orðið fyrir tjóni vegna langvarandi rafmagnsleysis. Bæjarstjórn kallar eftir skýringum og viðbragðsáætlun af hálfu fyrirtækisins. Sömuleiðis hvernig raforkukaupendunum verði bætt tjónið.“
Fundargerðin samþykkt samhljóða.