Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2014 - viðaukar.

Málsnúmer 1412049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2014 – Bæjarstjórn

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Skatttekjur aukast um 21,5 millj.kr. vegna aukinna umsvifa í sveitarfélaginu, laun hækka um 22,5 millj.kr. vegna breytingu kjarasamninga umfram áætlun ársins, fjölgunar starfsmanna á leikskóla og veikindalauna, verðbætur langra lána og söluhagnaður lækka um 9,0 millj.kr. og fjárfestingar aukast um 34,5 millj.kr. aðallega vegna framkvæmda við leikskóla.
Til máls tóku: Bæjarstjóri og forseti.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




16. desember 2014 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki við rekstur ársins 2014. Gert er ráð fyrir hærri skatttekjum, auknum launakostnaði í fræðslumálum auknum fjárfestingum, lægri verðbótum á löng lán og lægri hagnaði af sölu eigna. Mismunur verður fjármagnaðar með aukningu langtíma- og skammtímaskulda.
Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar.