Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdir 2015

Málsnúmer 1501037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. september 2015 – Hafnarstjórn

Rætt um framkvæmdir 2015. Forstöðurmaður Tæknideildar kynnti framkvæmdir sumarsins.
Flotbryggju á Bíldudal.
Flotbryggju á Patreksfirði.

Rætt um aðstöðu fyrir björgunarskipið Vörðinn.




25. ágúst 2015 – Bæjarráð

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna stækkunar á húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar Byltu,m Bíldudal vegna nýs þreksalar, aðstöðu tjaldsvæðisins við íþróttahúsið og húsnæði fyrir heilsugæslu. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Rætt almennt um stöðu yfirstandandi framkvæmda í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdina við íþróttamiðstöðina Byltu.




6. ágúst 2015 – Bæjarráð

Rætt um stöðu framkvæmda sumarið 2015.




21. júlí 2015 – Bæjarráð

Rætt um stöðu framkvæmda sumarið 2015. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram verðkönnun í endurbætur á þreksal íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar, Patreksfirði. Verðhugmyndir bárust frá tveimur aðilum.
Bæjarráð felur forstm. tæknideildar að ganga til samninga við Vélaverkstæði Patreksfjarðar og S. Hermannsson.
Vísað er í 1. tölul. fundargerðar 737. fundar bæjarráðs. Bæjarráð frestar gatnaframkvæmdum í Aðalstræti, Patreksfirði, en einungis eitt tilboð barst í framkvæmdina.




7. júlí 2015 – Bæjarráð

Lagt fram tilboð frá Lás ehf í gatnaframkvæmdir í Aðalstræti á Patreksfirði, en aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdirnar. Tilboðsupphæð er 78,9 millj.kr. en kostnaðaráætlun er 56,0 millj.kr. Jóhann Birkir Helgason, Verkís sat fundinn undir þessum lið á símafundi.
Bæjarráð hafnar tilboðinu.




23. júní 2015 – Bæjarráð

Lögð fram kostnaðaráætlun um gatnaframkvæmdir í sveitarfélaginu sumarið 2015. Elfar Steinn Karlsson, forst.m. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að bjóða út framkvæmdir á Patreksfirði frá Eyrargötu að Aðalstræti 31. Forstöðumanni tæknideildar falið að fylgja málinu eftir.




27. maí 2015 – Hafnarstjórn

Farið yfir flotbryggjuframkvæmdir. Lögð fram tilboð frá Króla ehf og Esju-einingum.
Tilboð Króla hljóðar upp á: Patreksfjörður kr. 30.852.033,-
Bíldudalur kr. 7.466.866,-
Samþykkt að taka tilboði frá Króla ehf. Framkvæmdir munu hefjast í júlí. Forstöðumanni tæknideildar falið að fylgja málinu eftir.

Farið yfir verð og tillögur að dýpkun í Patrekshöfn. Forstöðumanni Tæknideildar falið að ræða við Hagtak og Björgun vegna dýpkunar. Miðað við 4400 rúmmetrar. Ákvörðun frestað til næsta fundar þegar verð liggja fyrir.

Rætt um lóðamál við Brjánslækjarhöfn og umgengni við hafnarsvæði. Hafnarstjóra og forstöðumanni tæknideildar falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.




14. apríl 2015 – Bæjarráð

Bæjarstjóri og Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda á árinu.
Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að fá tilboð í malbikunarframkvæmdir í sveitarfélaginu í sumar í samræmi við áform í fjárhagsáætlun ársins og að ræða við fyrirtæki í sveitarfélaginu um hvort áhugi sé hjá þeim að láta malbika samhliða hjá sér. Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að leggja fram útfærðar tillögur um malbikunarframkvæmdir í sveitarfélaginu í sumar.




2. mars 2015 – Bæjarráð

Rætt um framkvæmdir í sveitarfélaginu á fjárhagsárinu.
Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar.
Bæjarráð felur tæknideild að gera verðkönnun á hluta framkvæmda við Bröttuhlíð, íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði.




17. febrúar 2015 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson kom inn á fundinn.
Farið yfir framkvæmdir 2015.




10. febrúar 2015 – Hafnarstjórn

Rætt um framkvæmdir 2015.
Flotbryggja á Patreksfirði og uppgröftur úr Vatnskrók.
Sjóvarnir á Patreksfirði.
Lenging á flotbryggju á Bíldudal.
Undirbúningur og forkönnun á bættri aðstöðu við Brjánslækjarhöfn (Flókahöfn).
Forstöðumanni tæknideildar falið að undirbúa málið og fylgja þeim eftir.

Rætt um gámasvæði við Brjánslækjarhöfn.




5. febrúar 2015 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður Tæknideildar kom inn á fundinn.
Rætt um framkvæmdir 2015.
Bylta og Brattahlíð.
Lagt fram tilboð í hönnun á Aðalstræti, Patreksfirði frá Verkís að upphæð 2.380.000 kr.
Samþykkt að leggja 200 þúsund í framkvæmdir við félagsmiðstöðina á Bíldudal.




27. janúar 2015 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar kom á fundinn.
Lagt fram tilboð frá Verkís vegna hönnunar Aðalstrætis á Patreksfirði. Bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar falið að yfirfara tilboðið.
Rætt um framkvæmdir við Bröttuhlíð.