Hoppa yfir valmynd

Ofanflóðavarnir ofan byggðar á Bíldudal beiðni um umsögn á framkvæmdinni

Málsnúmer 1502082

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. mars 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna kynningarskýrslu vegna ofanflóðavarna ofan byggðar á Bíldudal í Vesturbyggð.

Skipulags og umhverfisráð leggur áherslu á að rask gagnvart íbúum og umhverfi verði sem minnst á framkvæmdartíma. Ráðið leggur einnig áherslu á að endanleg útfærsla aðkomu að Sælundi 1 og 3 verði unnin í sátt við íbúa og bæjaryfirvöld, sem og allar framkvæmdir við almenningsgarð bæjarins, svokallaða Tungu. Auk þess vill ráðið að við endanlega hönnun bílastæðis við Dalbraut 32 verði haft til hliðsjónar að ekki skapist ónæði fyrir íbúa vegna umferðar um garðana.
Að lokum leggur ráðið til af fenginni reynslu að gerð verði könnun á grunnvatnsstreymi/jarðvatni við húsin er standa næst fyrirhuguðum framkvæmdum, sem og skoðað hvort að fyrirhugaðar varnir geti haft neikvæð veðurfarsleg áhrif á byggðina(aukinn vindstyrk, hnútar)

Að öðru leyti gerir skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar ekki athugasemdir við þær ofanflóðavarnir sem hér eru til umsagnar.