Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð undir próteinverksmiðju

Málsnúmer 1503019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. mars 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi Valdimars Gunnarssonar, fyrir hönd Arctic Protein, dagsett 26. febrúar 2015. Í erindinu er óskað eftir afstöðu Skipulags- og umhverfisráðs fyrir því að sett verði upp próteinverksmiðja á Bíldudal. Einnig er sótt um lóð undir allt að 250m2 atvinnuhúsnæði sem kæmi til með að hýsa verksmiðjuna. Erindinu fylgir loftmynd með lóðarafmörkun og upplýsingar um vatns- og loftmengun. Umrædd lóð er staðsett á milli Strandgötu 10-12 og Strandgötu 13. Ekki er fyrirliggjandi deiliskipulag af svæðinu en lóðin er innan svæðis sem skilgreint er sem hafnarsvæði í gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en óskar frekari gagna. Ráðið mun óska eftir umsögn frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands. Ennfremur er forstöðumanni tæknideildar falið að afla frekara upplýsinga um sambærilega starsemi.