Hoppa yfir valmynd

Eldsneytisafgreiðsla að Aðalstræti 110, Patreksfirði

Málsnúmer 1504005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. apríl 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðlaugi Pálssyni f.h. N1 hf. Í erindinu er sótt um leyfi til endurbóta á tækjum og búnaði við eldsneytisafgreiðslu þeirra að Aðalstræti 110, Patreksfirði. Á þessu ári er fyrirhugað að endurnýja niðurföll og tilheyrandi lagnir, ný dæla, steypt plan með snjóbræðslu og stálrammi með verðskilti sem og endurnýjaðar lagnir að tönkum. Þvottaplan fjarlægt, bílastæði fyrir fatlaða sett, ásamt lagfæringum og breytingum á bílastæðum. Í umsókninni er þess svo getið að árið 2017 sé fyrirhugað að endurnýja eldsneytistank, ný sand og olíuskilja gerð, ný umferðareyja við aðalgötu yfir tanka og skilju og nýtt áfyllingarpúlt og tilheyrandi plan.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir þær framkvæmdir sem áætlaðar eru á þessu ári og beinir því til framkvæmdaraðila að sækja um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru árið 2017 þegar að þeim kemur. Erindið er samþykkt með þeim fyrirvara að samþykki lóðarhafa liggi fyrir. Ennfremur harmar skipulags- og umhverfisráð þá ákvörðun N1 hf að fjarlægja eina bílaþvottaplan staðarins.