Hoppa yfir valmynd

Áætlun Baldurs

Málsnúmer 1504006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. apríl 2015 – Bæjarráð

Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum á áætlunarferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, en gert er ráð fyrir fjölgun ferða skipsins á næsta áætlunartímabili.
Bæjarráð leggur til við Sæferðir ehf að 2ja ferða áætlun hefjist 1. júní nk. og standi til 31. ágúst 2015 og til þess verði ráðstafað 12 ferðum af úthlutuðum 20 viðbótarferðum á árinu. Ferðirnar átta verði nýttar yfir vetrartímann í samráði við sveitarfélagið.




9. maí 2017 – Bæjarráð

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur gert hlé á ferðum sínum milli Stykkishólms og Brjánslækjar þar sem skipið var lánað til Vestmannaeyja til afleysinga á meðan Herjólfur er í slipp.
Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að taka Breiðafjarðarferjuna Baldur úr áætlun yfir Breiðafjörð með tilheyrandi röskun fyrir íbúa og atvinnulíf. Bent er á að ferðir Baldurs eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu svo og aðrar útflutningsgreinar.
Greinargerð:
Sú ákvörðun að taka Baldur úr áætlun yfir Breiðafjörð og þar með setja ferðaþjónustu og þungaflutninga í uppnám er aðeins eitt lóð á vogarskálarnar í þeirri lítilsvirðingu sem íbúum og rekstraraðilum á sunnanverðum Vestfjörðum er sýnd þegar kemur að samgöngumálum.
Ferjan Baldur er afar mikilvæg fyrir svæðið því ekki er hægt að treysta á öruggar samgöngur á landi. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu finna glögglega fyrir þessu þar sem nokkuð hefur verið um afbókanir á gistihúsum og hótelum og eins hefur lítið verið um bókanir í maí samanborið við sama tíma á síðasta ári.
Ekki þarf mikið af út af að bregða svo settar séu á þungatakmarkanir á veg 60 sem að hluta til er löngu úreltur malarvegur sem ekki er nokkrum bjóðandi. Ef settar eru á þungatakmarkanir þýðir það að flutningabílar komast hvorki til né frá svæðinu veldur því að mikil verðmæti gætu tapast.
Það er fyrir löngu kominn tími til að samgöngumálum á þessu svæði sé komið í lag svo hægt sé að treysta á öruggar samgöngur til og frá svæðinu. Á meðan að ekki er hægt að tryggja samgöngur á landi er ferjan Baldur lífæð þessa svæðis og því óásættanlegt að henni sé kippt úr umferð.