Hoppa yfir valmynd

Samningur um sorphirðu

Málsnúmer 1504007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. apríl 2015 – Bæjarráð

Lagt fram drög að viðauka við gildandi samning um sorphirðu við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf ásamt fylgiskjölum. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.




30. ágúst 2016 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags. 29. ágúst sl. frá skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði um framkvæmd samnings um sorphirðu í Vesturbyggð ásamt tillögum um breytingar. Mættir til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar og Michael Wulken, forstm. Þjónustumiðstöðarinnar á Patreksfirði.
Lagt fram til kynningar.




16. ágúst 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 28. júlí sl. ásamt fylgiskjölum frá Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra til Gámaþjónustu Vestfjarða ehf varðandi samning um sorphreinsun fyrir lögaðila o.fl. í dreifbýli Vesturbyggðar. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra og Elfari St. Karlssyni, forstm. tæknideildar að vinna áfram að málinu.




7. júní 2016 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 3. júní sl. ásamt fylgiskjölum um samning við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf um sorphirðu í Vesturbyggð.
Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.




8. maí 2018 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit um sorphirðu í Vesturbyggð árin 2012-2017 ásamt fylgiskjölum.
Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf, nú Gámaþjónustan ehf. Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja fram áherslur í sorpmálum sveitarfélagsins þar sem m.a. verði tekið til aukin flokkun úrgangs og auðveldara aðgengi til flokkunar, m.a. í dreifbýli. Ennfremur verði útbúið sorpmóttökusvæði á nýja iðnaðarsvæðinu á Bíldudal. Í framhaldi af nýjum áherslum í sorphirðu í sveitarfélaginu verði sorphirða boðin út frá og með frá næstu áramótum.