Hoppa yfir valmynd

Lóðarumsókn - Hafnarteigur 1

Málsnúmer 1504012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. júní 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir aftur umsókn Arnarlax um lóð að Hafnarteig 1 eftir umsögn hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

Hafnarstjórn Vesturbyggðar bókaði eftirfarandi á fundi þann 27.05.2015:

Hafnarstjórn Vesturbyggðar leggur til við skipulags- og umhverfisráð að umsókninni verði hafnað og lóðin tekin af skipulagi. Umsvif eru að aukast á og við hafnarsvæði á Bíldudal og lítið athafnasvæði er fyrir starfsemi hafnarinnar og nauðsynlegt er að horfa til framtíðar og huga að þörfum hafnarsjóðs á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun hafnarstjórnar Vesturbyggðar og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu vegna breytinga á skipulagi svæðisins og hafnar þar með umsókninni.




27. maí 2015 – Hafnarstjórn

Lögð fram til umsagnar umsókn Arnarlax hf. um lóð að Hafnarteig 1, Bíldudal.

Hafnarstjórn Vesturbyggðar leggur til við skipulags- og umhverfisráð að umsókninni verði hafnað og lóðin tekin af skipulagi. Umsvif eru að aukast á og við hafnarsvæði á Bíldudal og lítið athafnasvæði er fyrir starfsemi hafnarinnar og nauðsynlegt er að horfa til framtíðar og huga að þörfum hafnarsjóðs á svæðinu.




20. apríl 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um lóð að Hafnarteig 1, Bíldudal undir iðnaðarhús sem nýtast myndi sem fóðurgeymsla og aðstaða tengt sjókvíaeldi fyrirtækisins. Í umsókninni er vísað til gildandi deiliskipulags hafnarsvæðis, þar er tilgreind leyfileg byggingarstærð 414 m2. Í umsókninni er þess einnig getið að þetta sé tímabundin ráðstöfun þar til fyrirhugað húsnæði fyrirtækisins sé risið á landfyllingu við Banahlein.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en frestar því og vísar áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.