Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun beiðni um umsögn Örlygshafnarvegur, Skápadalur-Patreksfjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1504040

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. júní 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Vísað er í erindi Skipulagsstofnunar dagsett 16. apríl 2015, þar sem óskað er umsagnar um tilkynningu til framkvæmdar á Örlygshafnarvegi skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar hefur farið yfir framlagða tilkynningu Vegagerðarinnar dagsett í apríl 2015.

Vegaframkvæmdin sem hér er kynnt er 8,4 km löng og liggur skammt sunnan Skápadalsár að Patreksfjarðarflugvelli. Ástand vegkaflans er misjafnt og samkvæmt framkvæmdaraðila verður framkvæmdasvæðið hvergi mjög breitt. Umhverfi næst veginum hefur áður verið raskað með lagningu núverandi vegar, framræsluskurðum, lögnum, túnrækt og beit. Almennt er gert ráð fyrir að takmarka breidd raskaðs svæðis eins og unnt er og verður það tilgreint í útboðsgögnum.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með að komið sé að þessari framkvæmd sem er að mati Vesturbyggðar löngu tímabær. Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ástandi sem hann er í dag, annar núverandi og framtíðar umferð engan veginn. Vegurinn hefur því í för með sér slysahættu og mun þessi aðgerð draga verulega úr henni. Þar sem framkvæmdin mun takmarkast að mestu við núverandi vegstæði þá eru neikvæð áhrif á gróður, dýralíf og menningaminjar hverfandi. Það er því mat Vesturbyggðar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.

Vegna nálægðar vegarins við jörðina Hvalsker þá beinir Vesturbyggð þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rykmengun stafi af umferð stórvirkra vinnuvéla í næsta nágrenni við Hvalsker.

Að öðru leyti telur skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að framlögð gögn geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.




14. mars 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Vísað er í erindi Skipulagsstofnunar dagsett 11.mars 2016 þar sem tilkynnt er um breytingu á veglínu undir Skersmúla á Örlygshafnarvegi sem stofnunin hafði áður ákvarðað um að ekki þyrfti að fara í mat á umhverfisáhrifum og óskað umsagnar um hvort umrædd breyting á framkvæmdum skuli háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar hefur farið yfir framlagða tilkynningu Vegagerðarinnar um breytingar á veglínu.

Vegagerðin tilkynnir breytingu á um 1,6 km löngum vegkafla undir Skersmúla í Patreksfirði.

Breyting á legu Örlygshafnarvegar, sem hér er lögð fram milli stöðva 10700-12300, felur í sér færslu veglínunnar úr bröttum hlíðum Skersmúla, um 100-150 m til norðurs. Nýr vegur myndi að jafnaði liggja í um 100 m frá núverandi vegi en þar sem fjarlægðin er mest, við stöð 11880, er fjarlægðin um 145 m.
Með þessari breytingu lengist framkvæmdakaflinn um tæplega 0,5 km til vesturs.
Samkvæmt nýrri legu, víkur veglína út frá núverandi vegi til norðvesturs við stöð 10700 og liggur í mjúkum boga milli núverandi vegar og aflagðrar flugbrautar Patreksfjarðarflugvallar. Veglínan kemur aftur inn á núverandi veg við stöð 12200 og fylgir honum að útboðsenda við stöð 12300, í mynni Sauðlauksdals.
Þessi breytingatillaga Vegagerðarinnar hefur minni röskun lands í för með sér í hlíðum Skersmúla en endurbygging núverandi vegar, auk þess sem hún felur í
sér verulega bragarbót á hæðar- og planlegu vegarins, og þar með umferðaröryggi. Það hefur einnig jákvæð áhrif á eldsneytiseyðslu og að sama skapi á
útblástur gróðurhúsaloftegunda.
Þá lækkar vegurinn um 16 m í landi, miðað við hæð núverandi vegar.
Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar lýsir aftur ánægju sinni með að komið sé að þessari framkvæmd sem er að mati Vesturbyggðar löngu tímabær. Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ástandi sem hann er í dag, annar núverandi og framtíðar umferð engan veginn. Vegurinn hefur því í för með sér slysahættu og mun þessi aðgerð draga verulega úr henni. Þar sem framkvæmdin mun takmarkast að mestu við núverandi vegstæði þá eru neikvæð áhrif á gróður, dýralíf og menningaminjar hverfandi. Það er því mat Vesturbyggðar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.

Vegna nálægðar vegarins við jörðina Hvalsker þá beinir Vesturbyggð þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rykmengun stafi af umferð stórvirkra vinnuvéla í næsta nágrenni við Hvalsker.

Að öðru leyti telur skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að framlögð gögn geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.