Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarleyfi - breytt innra skipulag, utanhússklæðning o.fl.

Málsnúmer 1505009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. maí 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Aðalstræti 62 ehf vegna Aðalstrætis 62, 450 Patreksfirði. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir endurgerð glugga og gönguhurða, utanhússklæðningu, endurbætur á lóð og aðkomu að húsi. Á jarðhæð verður útbúinn matsalur og á annarri hæð verða útbúin 7 gistiherbergi. Ennfremur er óskað eftur stækkuðum byggingarreit til suð-austurs. Erindinu fylgja aðal- og brunavarnaruppdrættir, unnið af Magnúsi Ingvarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu dags. 27.apríl 2015.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis vegna fyrrgreindra breytinga á húsnæði Aðalstrætis 62, og felur byggiingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um samþykki eldvarnaeftirlits. Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu vegna breytinga á lóð sem og stækkun byggingarreits og mun í framhaldi óska eftir umsögn Veðurstofu Íslands þar sem svæðið stendur á hættusvæði C skv.hættumatskorti VÍ frá 2003.




15. ágúst 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir aftur erindi Jóhanns Svavarssonar f.h. Aðalstrætis 62 ehf. Skipulags- og umhverfisráð frestaði afgreiðslu hluta umsóknar á 9.fundi ráðsins þann 11.05.2015. Frestað var þeim hluta er snýr að stækkuðum byggingarreit.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stækkun byggingarreits í samræmi við uppdrætti og felur skipulagsfulltrúa að vinna grenndarkynningu fyrir stækkunina. Vísað er til 20.gr reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats nr. 505/2000.