Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarleyfi - Grjóthólar.

Málsnúmer 1507033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. júlí 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Eddu Kristínu Eiríksdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir sumarbústað í landi Grjóthóla landnr. 223332 ,Barðaströnd. Sótt er um leyfi til byggingar á 106 m2 sumarhúsi. Erindinu fylgir grunn-, útlits-, snið- og afstöðumynd, unnið af Verkfræðistöfunni Möndli dags. 14.07.2015.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn. Skipulags- og umhverfisráð beinir því til umsækjenda að gr. 5.2.3.14 skipulagsreglugerðar nr.90/2013 verði uppfyllt, þar sem húsið verður að standa fjær en 50m frá árbakka.