Hoppa yfir valmynd

OV - Framkvæmdaleyfi fyrir strenglögn á Barðaströnd, Krossholt að Brjánslæk.

Málsnúmer 1507043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. júlí 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Fyrirhugað er að leggja háspennustreng frá Krossholtum að Brjánslæk á Barðaströnd. Framkvæmdin er liður í að leggja niður einfasa loftlínukerfi. Sótt er um undanþágu frá framkvæmdaleyfi með tilvísun í 4.gr reglugerðar nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Erindinu fylgja teikningar af fyrirhugaðri lagnaleið, í erindinu er þess einnig getið að búið sé að semja við landeigendur um lega strengsins sem og að samráð verði haft við minjastofnun um lagningu strengsins.

Skipulags- og umhverfisráð fellst á að framkvæmdin sé minniháttar og samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að skriflegt samþykki landeigenda berist skipulagsfulltrúa áður en ráðist verði í framkvæmdina. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið, sem og ítarlegri uppdráttum af framkvæmdinni.