Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. desember 2015 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp til seinni umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2016; yfirlitsblöð, rekstrarreikningur, efnahagur og sjóðstreymi, listi sérgreindra rekstrar- og fjárfestingartillagna, fasteignagjöld, skattar og gjaldskrár og 4ra ára áætlun 2016-2019. Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildartekjur hækki um 10,0 millj.kr. og heildarútgjöld hækki um 16,7 millj.kr. eða nettóbreyting um 6,7 millj.kr.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, GÆÁ, ÁS, HT, NÁJ, MJ, ÁDF og skrifstofustjóri.
Bæjarstjóri flutti yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu:
Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 87,5 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 83,3 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því jákvæð um 4,2 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 119,8 millj.kr. Fjárfestingar eru 351 millj.kr., afborganir langtímalána 120 millj.kr. og lántökur 374 millj.kr.

Fjárhagsáætlun 2016, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2016-2019, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, og þjónustugjaldskrár samþykkt samhljóða.




8. desember 2015 – Bæjarráð

Lagðar fram breytingartillögur við seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2016. Útgjöld aukast um 16,7 millj.kr. og tekjur á móti um 10,0 millj.kr. Niðurstaða úr rekstri verður jákvæð um 4,2 millj.kr.
Lagt fram til kynningar.




25. nóvember 2015 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2016, 4ra ára áætlun 2016-2019, álagning skatta og þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2016 til ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, skrifstofustjóri og ÁS.
Bæjarstjórn leggur til eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2016:
Útsvarshlutfall 14,52%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,500%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 18.300 kr. á grátunnu
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 6.750 kr. á blátunnu
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 28.900 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 28.900 kr.
Lögbýli ? sorpeyðingargjald 46.200 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 föstudaginn 4. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2016 og 4ra ára áætlun 2016-2019 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 9. desember nk.




10. nóvember 2015 – Bæjarráð

Rætt um vinnuna við gerð fjárhagsáæltunar 2016.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2016 verður miðvikudaginn 25. nóvember nk. og seinni umræða miðvikudaginn 9. desember nk.




9. nóvember 2015 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit beiðna um sérgreind rekstrar- og fjárfestingarverkefni og tillögur að gjaldskrám.
Bæjarráð samþykkir tillögur að sérgreindum tillögum og gjaldskrám fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans með áorðnum breytingum.




5. nóvember 2015 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans auk yfirlit beiðna um sérgreind rekstrar- og fjárfestingarverkefni.
Bæjarráð samþykkir tillögur að gjaldskrám fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans með áorðnum breytingum.




27. október 2015 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám og sérgreind verkefni á fjárhagsárinu 2016.
Mættur til viðræðna við bæjarráð Davíð Rúnar Gunnarsson til að ræða beiðnir slökkviliðs um sérgreind verkefni vegna fjárhagsáætlunar 2016.
Lagt fram til kynningar.




20. október 2015 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð forstöðumaður tæknideildar, Elfar St. Karlsson til að ræða beiðnir um sérgreind verkefni vegna fjárhagsáætlunar 2016.




14. október 2015 – Bæjarráð

Mætt til viðræðna við bæjarráð forstöðumenn/deildarstjórar til að ræða beiðnir um sérgreind verkefni vegna fjárhagsáætlunar 2016:
Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri.
Helga Bjarnadóttir, leikskólastjóri.
Hallveig Ingimarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri.
Erlingur Óskarsson, forstöðumaður bókasafna.
Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri.
Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálafulltrúi.




13. október 2015 – Atvinnu og menningarráð

Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016 ásamt yfirliti beiðna um sérgreind verkefni frá forstöðumönnum bókasafna og félagsheimila.
Lagt fram til kynningar.




6. október 2015 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit með beiðnum frá stjórendum sviða og deilda Vesturbyggðar um sérgreind rekstrar- og fjárfestingarverkefni fyrir árið 2016. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð




25. ágúst 2015 – Bæjarráð

Lagt fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
Bæjarráð samþykkir vinnuferlið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.




6. ágúst 2015 – Bæjarráð

Lagt fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlun 2016.
Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuferli með breytingum.