Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging - Íþróttahúsið Bylta

Málsnúmer 1508005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. ágúst 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Umsókn um byggingarleyfi frá Kjartani Árnasyni, Glámu-Kím f.h. Vesturbyggðar. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu alls 123 m2 við íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal, Hafnarbraut 3. Viðbyggingarnar taka upp form og gerð hússins sem þær tengjast og lengja það til sitthvorrar áttar. Við það skapast aðstaða til að tvískipta aðkomu að húisnu í takt við fjölbreyttara hlutverk þess. Þannig mun aðkoma að tjaldsvæði og aðstaða fyrir tjaldgesti rúmast norðvestan við íþróttahús. En aðkoma heilsugæslu og íþróttahúss / miðstöðvar verða norðaustan við íþróttahús. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Kjartani Árnasyni Arkitekt hjá Glámu-Kím dags. 29.07.2015.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu sem ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna.