Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn vegna iðngarða á Patreksfirði

Málsnúmer 1508023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. ágúst 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá Magnúsi Ó. Hanssyni verkefnastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Óskað er eftir upplýsingum um hvar sé hægt að koma fyrir u.þ.b. 1000m2 húsi, helst við hafnarsvæði á Patreksfirði. Skv. þarfagreiningu þarf u.þ.b. 30m athafnarými framan við húsið. Einnig er spurt um hvort sveitarfélagið sé tilbúið að láta fara fram verkfræðilega úttekt á Straumneshúsinu og sömuleiðis hvað það myndi kosta að fjarlægja það.

Tveim lóðum er enn óúthlutað á hafnarsvæði, hvor um sig leyfir byggingu allt að 650 m2. Skipulags- og umhverfisráð beinir fyrirspurn varðandi Straumneshúsið áfram til bæjarráðs Vesturbyggðar.