Hoppa yfir valmynd

Skipulagsmál - lokun Bjarkargötu

Málsnúmer 1508039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. ágúst 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram minnisblað frá Helga Pál Pálmasyni sjúkraflutningamanni varðandi lokun Bjarkargötu, en í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 er ekki gert ráð fyrir akstursbraut milli Bjarkargötu og Þórsgötu við Rauða-kross húsið. Á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2015 er gert ráð fyrir fjármunum í lokun götunnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hætt verði við lokun götunnar. Ennfremur leggur ráðið til að hlutinn frá rauðakrosshúsinu að Bjarkargötu verði gerður ökuhæfur á ný.