Hoppa yfir valmynd

Varðar byggingar og rask í landi Lambavatns Rauðasandi

Málsnúmer 1509009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. október 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram til kynningar minnisblað byggingarfulltrúa vegna erindis Valtýs og Gunnars Eyjólfssona. Gerðu þeir athugasemdir við byggingarframkvæmdir sem ráðist hefur verið í á jörðinni af ábúanda jarðarinnar sem jafnframt er eigandi að 1/3 hluta Lambavatns Neðra. Lambavatn Efra er alfarið í eigu Tryggva Eyjólfssonar. Framkvæmdir þessar eru án leyfis þeirra bræðra. Ekki er til nákvæmur uppdráttur af landamerkjum jarðanna.

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til eigenda jarðanna Lambavatns Efra og Neðra að koma á hreint landamerkjum milli Lambavatns Efra og Lambavatns Neðra. Varðandi skurðgröft þá er varla tilefni til að vera að gera við hann athugasemdir sérstaklega þegar það er haft í huga að á jörðinni, sem er mjög flatlend, eru skurðir svo hundruðum metra, jafnvel kílómetrum skiptir, og ekki virðast þeir hafa valdið miklum umhverfisspjöllum. Það er algjörlega órökstutt að þessi skurður sé eitthvað meiri umhverfisspjöll en aðrir skurðir á jörðinni. Jafnframt beinir skipulags- og umhverfisráð þeim tilmælum til eigenda jarðarinnar að leita framvegis samþykkis sameigenda fyrir framkvæmdum á jörðinni þar til skorið verði úr landamerkjum.




14. september 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf frá Valtý og Gunnari Eyjólfssonum, eigendum 2/3 hluta jarðarinnar Lambavatns neðra á Rauðasandi. Gerðar eru athugasemdir við byggingarframkvæmdir sem ráðist hefur verið í á jörðinni af ábúanda jarðarinnar sem jafnframt er eigandi að 1/3 hluta hennar. Framkvæmdir þessar eru án leyfis bréfritara.

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.